Abstract
Undanfarna áratugi hefur alþjóðleg umræða í velferðarsamfélögum beinst að vægi skólans sem undirstöðu velsældar einstaklings og samfélags. Hér er kannað hvernig þessi umræða hefur þroskast við íslenskar aðstæður. Markmið greinarinnar afmarkast við að bregða upp mynd af áhrifum opinberrar skólastefnu á Íslandi á stöðu skólans, kennara og nemenda í nútímasamfélagi. Aðferðin sem hér er notuð er að setja fram sögulegt ágrip af þróun skólamála og yfirlit um niðurstöður nýlegra íslenskra rannsókna um aðstæður og margvíslegar þarfir nemenda og um viðbragðsbúnað skólans gagnvart þeim. Í því sambandi er vikið að vandasamri stöðu kennarans við að sinna kennslu og uppeldishlutverki jafnframt því að láta sig varða velferð hvers barns, einkum innan grunnskólans. Einnig er athygli beint að rökum sérfræðinga fyrir þverfaglegu starfi innan skólans og kerfasamstarfi milli skóla, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu. Rökin varða einkum börn sem eru tilfinningalega berskjölduð vegna áfalla eða félagslegrar jaðarstöðu. Á grundvelli þeirrar vitneskju sem fengist hefur á þessu sviði er sú niðurstaða rökstudd að aukið fagafl innan skólans ásamt kerfasamstarfi kringum barn í vanda og fjölskyldu þess sé forsenda þess að draga úr álagi á kennara og koma í veg fyrir að kröftum þeirra sé dreift. Aukinheldur hafi slíkt samstarf á grunnskólastigi forvarnargildi fyrir framtíðarstöðu ungs fólks á vinnumarkaði, sem getur falið í sér þjóðhagslegan ávinning. Ræddar eru lausnaleiðir í átt að betri árangri, meðal annars með endurskoðun laga, stjórnskipulags og framkvæmdar stefnu sem mótuð hefur verið.
Highlights
Skólinn er fyrst og fremst menntastofnun og kjarnahlutverk kennara að styrkja námsþroska og uppeldi skólabarnsins
The article focuses on public school policy in Iceland, in a historical perspective, the teachers role and contemporary challenges in the school system
Attention is paid to the increased complexity of teachersrole as educators and that of guarding the welfare and well-being of the individual schoolchild
Summary
Flokkun frávika hefur breyst í áranna rás og er því á köflum erfitt að rekja skólasögu barna sem hafa þurft sérþjónustu. Ástæðan var sú að hluti nemenda réð illa við það sem skólinn ætlaðist til af þeim Skólagöngu barna með sérþarfir var lengi vel sinnt á margvíslegum samfélagsstofnunum sem ekki voru beinlínis skólastofnanir (Jón Torfi Jónasson 2008). Stefnan um skóla án aðgreiningar er eitt af áherslumálum Salamanca-yfirlýsingarinnar frá 1994 og vísar til ákveðinna gilda, vinnubragða og skipulags í skólastarfi á þá leið að skólar eigi að taka við öllum börnum hvernig sem á stendur um atgervi þeirra til líkama og sálar og um félagslegt og tilfinningalegt ásigkomulag þeirra (Menntamálaráðuneytið 1995). Í lögunum frá 2008 er kveðið á um að sveitarfélög skuli veita sérfræðiþjónustu í skólum, annars vegar með stuðningi við nemendur og fjölskyldur þeirra og hins vegar með stuðningi við starfsemi grunnskóla og starfsfólk þeirra. Sveitarfélög sem reka grunnskóla skulu hafa frumkvæði að samstarfi milli sérfræðiþjónustu, félagsþjónustu, barnaverndaryfirvalda og heilbrigðisþjónustu innan sveitarfélagsins vegna nemenda með sérþarfir og langvinn veikindi. Á nýlegri ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins (2018) um snemmtæka íhlutun í málefnum barna birtist þetta sama sjónarhorn með áherslu á traust milli faghópa og samstarf milli kerfa
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.