Abstract
Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið í íslenskum skólum. Það kallar á að skólar bregðist við námsþörfum þessa nemendahóps. Markmið þessarar greinar er að fjalla um reynslu kennara og foreldra af menntun nemenda af erlendum uppruna. Í eigindlegri rannsókn voru tekin viðtöl við þrjátíu og átta grunnskólakennara um reynslu þeirra af því að kenna nemendum af erlendum uppruna og helstu áskoranir sem því fylgja. Einnig voru tekin viðtöl við tíu erlenda foreldra um reynslu þeirra af íslenskum skólum. Niðurstöður sýna að kennarar telja sig ekki vera nægilega vel studda til þess að skilja og takast á við námsþarfir nemendanna. Upplifun foreldra litast af hugmyndum þeirra um skólann sem hinn hefðbundna stað fyrir nám og íslenska skólakerfið ögrar þessum skilningi þeirra. Skortur er á samvinnu og samskiptum milli forelda og kennara. Í niðurlagi er lagt til að skólar stuðli að markvissari umræðu um þarfir nemenda og væntingar foreldra svo að efla megi og bæta menntun nemenda af erlendum uppruna.
Highlights
Focus group interviews were conducted with thirty eight teachers from six primary schools discussing their experience of teaching students of a foreign background and the main challenges they faced in this context
Þeir upplifa samt sem áður velvilja kennaranna: „Þetta stangast svolítið á, ég tel að kennarar vilji að nemendum gangi vel en um leið vilja þeir ekki þrýsta of mikið á þá.“
Hér er dæmi úr umræðunni: Spyrjandi: „Nú eruð þið a.m.k. fimm sem eruð með nemendur af erlendum uppruna í bekknum ykkar, eruð þið mikið að leita hvert til annars?“ Fjórir svöruðu neitandi og einn svaraði: „Ég hef bara leitað til [kennsluráðgjafans], það er frekar að maður geri það.“
Summary
Í rannsókn sem unnin var af Sólveigu Karvelsdóttur og Hafdísi Guðjónsdóttur (2010) meðal tíu kennara í tveimur íslenskum skólum benda tilvitnanir í orð kennara til þess að nokkuð skorti á að fjölmenningarlegir kennsluhættir séu kennurum tamir: „Mig langar til að koma þeim betur inn í bekkjarsamfélagið en ég veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því“ (bls. 8). Cultural competence) meðal kennara og skóla (Villegas og Lucas, 2002) er einnig dæmi um hindranir sem hafa áhrif á nám nemenda en íslenskar rannsóknir gefa til kynna að ekki sé nægileg þekking innan sumra skóla á fjölmenningarlegum bakgrunni nemenda og þeim áhrifum sem slíkt þekkingarleysi hefur á menntun þeirra (Hanna Ragnarsdóttir, 2008; Kristín Aðalsteinsdóttir, Guðmundur Engilbertsson og Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir, 2007; Rósa Guðbjartsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir, 2010). Í grein Hönnu Ragnarsdóttur (2016) þar sem gerð er grein fyrir samnorræna rannsóknarverkefninu Learning Spaces for Inclusion and Social Justice: Success Stories from Immigrant Students and School Communities in Four Nordic Countries (LSP), sem stóð yfir árin 2013–2015 kemur í raun fram rökstuðningur fyrir því sem kalla má mistök skólakerfisins, en hún segir: Þrátt fyrir mikla grósku í rannsóknum og þróun skólastarfs undanfarin ár, þar sem hugmyndafræði fjölmenningarlegrar menntunar er lögð til grundvallar, hafa rannsóknir í ýmsum löndum bent til þess að innflytjendabörn séu í mörgum tilvikum jaðarsett í skólum, þátttaka þeirra sé takmörkuð og árangur þeirra – námslegur og félagslegur – verri en annarra barna. Til þess að efla þátttöku og áhrif foreldra á menntun barna sinna er því mikilvægt að huga að því hvaða væntingar og viðhorf foreldrar hafa til íslenska skólakerfisins (Jóhanna Einarsdóttir, 2008)
Published Version (Free)
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have