Abstract

Í greininni er lagalegt umhverfi íþrótta á Íslandi kannað með hliðsjón af kynjajafnréttissjónarmiðum með hinni fræðilegu lagalegu aðferð (e. doctrinal method). Þannig eru skoðuð sjónarmið sem legið hafa til grundvallar lagasetningu um íþróttir, innlendar og alþjóðlegar skuldbindingar íslenskra stjórnvalda og rýnt í hvort jafnréttissjónarmiða gæti í stefnumótun og fjárútlátum stjórnvalda í íþróttamálum. Í ljósi lögbundins hlutverks íslensku íþróttahreyfingarinnar er inntak hennar og uppbygging skoðuð með hliðsjón af sömu sjónarmiðum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að ríkið er skuldbundið til þess að tryggja kynjajafnrétti í íþróttum. Inntak þeirrar skuldbindingar er þó að einhverju leyti óskýrt. Lagaleg ábyrgð á málaflokknum er nokkuð á reiki vegna sérstöðu íþróttahreyfingarinnar, en fyrirkomulag hreyfingarinnar á sér djúpar sögulegar rætur. Þá er vegna greiningar á milli íþrótta sem tómstunda- og æskulýðsstarfs annars vegar og sem atvinnugreinar hins vegar vakin athygli á að íþróttafélög á Íslandi reka sum þætti í starfsemi sinni í mismunandi félagaformi. Vegna þessa er hugsanlegt að einhver þeirra þurfi að skýra vinnusamband við afreksíþróttamenn og annað starfsfólk félaganna í ljósi nýlegra ákvæða laga um jafnlaunavottun fyrirtækja. Að lokum eru gerðar tillögur að úrbótum sem beinast bæði að ríkisvaldinu og íþróttahreyfingunni, en af niðurstöðum greinarinnar má ljóst vera að svigrúm er til úrbóta í lagaumgjörð, stefnumótun og fjárveitingum til þess að tryggja kynjajafnrétti í íþróttum á Íslandi.

Highlights

  • Í íslenskum rannsóknum hafa ýmsir þættir í umgjörð íþrótta verið rannsakaðir, en engar rannsóknir hafa verið unnar á lagaumgjörð íþrótta í tengslum við jafnréttismál

  • Due to the structural formation of sports in Iceland, the article examines the Icelandic sports association and to what extent gendered perspectives are reflected in its structure, bylaws and policy

  • The main conclusion is that the state does have an obligation to ensure gender equality in sports in Iceland

Read more

Summary

Lagaleg umgjörð íþrótta á Íslandi

1.1 Upphaf íþróttalaga Íþróttir hafa löngum verið þáttur í íslensku samfélagi og ber löggjöfin þess merki. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017, hvað varðar íþróttir, er sérstaklega fjallað um markmið og aðgerðir sem fjárveitingin á að styðja við (Þingskjal 1, 2016-2017). Athygli vekur að markmið framkvæmdaáætlunarinnar eru efnislega sambærileg þeim sem fyrrgreindri nefnd um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna var falið að vinna tillögur að með þingsályktun árið 1996 (Þingskjal 61, 1995). Tillögur þeirrar nefndar voru kynntar Alþingi árið 1997 en hlutverk hennar samkvæmt skipunarbréfi var að gera tillögur um hvernig efla mætti íþróttir stúlkna og kvenna, minnka mætti brotthvarf stúlkna úr íþróttum á unglingsárunum, kanna hvaða fjármagni væri veitt til stúlkna- og kvennaíþrótta, hver umfjöllun fjölmiðla væri um íþróttir stúlkna og kvenna, hver skipting kynjanna væri í forystu íþróttahreyfingarinnar og að kanna hvað gert hefði verið erlendis í átt til úrbóta í þessum efnum Tillögur nefndarinnar tóku á öllum þeim þáttum sem nefndinni var falið að kanna. Það virðist því svigrúm til aðgerða af hálfu ríkisvaldsins til að gera betur í að stuðla að jafnrétti kynjanna í íþróttum í gegnum reglusetningu og stefnumótun

Íslenska íþróttahreyfingin
Aðild að alþjóðlegu íþróttahreyfingunni
Íþróttafélög á Íslandi
Hvílir lagaleg skylda á stjórnvöldum að tryggja jafnrétti kynjanna í íþróttum?
Samantekt og niðurstöður
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call