Abstract

Í lok júní árið 2004 bauð Íbúðalánasjóður eigendum hús‐ og húsnæðisbréfa að skipta þeim út fyrir ný skuldabréf, svokölluð íbúðabréf. Deutsche Bank London AG var aðalráðgjafi sjóðsins við skiptiútboðið og ráðlagði sjóðnum meðal annars um ákvörðun skiptaverðsins. Skiptaverð hús‐ og húsnæðisbréfa í útboðinu átti að ákvarðast af ávöxtunarkröfu þeirra á markaði og ávöxtunarkrafa íbúðabréfanna átti að ákvarðast af ávöxtunarkröfu húsnæðisbréfa með sérstöku frádragi þannig að skiptaverð þeirra væri hærra en húsnæðisbréfanna. Skiptaverðið í útboðinu var ekki í samræmi við þessar fyrirætlanir Íbúðalánasjóðs; verð húsbréfanna var of hátt og íbúðabréfanna of lágt. Sjóðurinn keypti því útistandandi bréf á of háu verði og seldi nýju skuldabréfin á of lágu verði. Með því að endurskapa skiptaverðið sem Íbúðalánasjóður bauð í útboðinu eru færð rök fyrir því að sjóðurinn eða ráðgjafar hans hafi gert mistök við ákvörðun sína sem fólust í fjórum villum. Þrjár þeirra höfðu lítil sem engin áhrif á endanleg skiptihlutföll í útboðinu en ein þeirra hafði talsverð áhrif og kostaði sjóðinn um 1,5 milljarða kr. á verðlagi ársins 2004. Sú villa fólst í því að bera saman ávöxtunarkröfu tveggja skuldabréfa sem reiknuð var miðað við mismunandi vaxtaform; ávöxtunarkrafa húsnæðisbréfa var reiknuð miðað við árlega vaxtavexti en ávöxtunarkrafa íbúðabréfa miðað við hálfsárslega vaxtavexti. Mistökin má hugsanlega rekja til þess að mismunandi venjur eru varðandi framsetningu ávöxtunarkröfu skuldabréfa á íslenskum skuldabréfamarkaði annars vegar og sumum evrópskum mörkuðum hins vegar.

Highlights

  • By recreating the exchange prices offered in the exchange offer it is argued that the fund or its advisors made four errors in the determination of the prices

  • The error involved comparing the yields of two bonds based on different compounding frequencies; the yield on the older Housing Authority Bonds (HAB) bonds was based on annual compounding whereas the yield on the new Housing Financing Fund (HFF) Notes was based on semi‐annual compounding

  • Sjóðurinn hafði áður fengið Deutsche Bank London AG sér til ráðgjafar við útboðið

Read more

Summary

Inngangur

Í lok júní árið 2004 bauð Íbúðalánasjóður eigendum húsbréfa og húsnæðisbréfa að skipta þeim út fyrir ný skuldabréf, svokölluð íbúðabréf, í sérstöku skiptiútboði. Í áliti meiri hlutans segir: „Sannfærandi upplýsingar hafa komið fram um að mistök hafi ekki verið gerð við útreikning álagsins og áréttar meiri hlutinn að rannsóknarnefndin aflaði ekki fullnægjandi upplýsinga til að leggja mat á þetta atriði.“ (Stjórnskipunar‐ og eftirlitsnefnd, 2014). Rökstuðningur nefndarinnar er því annars vegar sá að rannsóknarnefndin hafi ekki aflað fullnægjandi upplýsinga til að leggja mat á þetta atriði og hins vegar sá að fyrrverandi stjórnendur Íbúðalánasjóðs og Deutsche Bank hafi komið fram með sannfærandi rök fyrir því að ekki hafi verið rangt reiknað. Færð eru rök fyrir því að mistökin hafi falist í fjórum villum sem gerðar voru við útreikning skiptaverðsins og er farið yfir hverja þeirra, áhrif hennar á skiptaverðið rakin og tjón sjóðsins vegna hennar metið. Til að auðvelda lesandanum að sannreyna alla útreikninga og niðurstöður eru allar forsendur útreikninga, útreikningarnir sjálfir og niðurstöður þeirra sett fram í þremur töflum í viðauka

Skiptiútboð Íbúðalánasjóðs og skiptaverðið
Tímarit um viðskipti og efnahagsmál
Skiptaverðið í útboðinu
Ávöxtunarkrafa skuldabréfs
Jafngreiðslubréf
Húsbréf
Ákvörðun skiptaverðsins
Verð viðmiðunarbréfanna
Ávöxtunarkrafa viðmiðunarbréfanna
Viðmiðunarkrafa hvers skuldabréfaflokks
Ávöxtunarkrafa hvers skuldabréfaflokks
Mistökin
Mismunandi form vaxta
Villurnar og tjón vegna þeirra
Rangt vísitölugildi
Röng fjárhæð útdráttar húsbréfa
Ársfjórðungsleg ávöxtunarkrafa húsbréfa
Tvítekin mistök
Hálfsársleg ávöxtunarkrafa íbúðabréfa
Niðurstaða og umræða
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.