Abstract

Þjónandi forysta er hugmyndafræði samskipta og forystu þar sem valddreifing, athafnafrelsi starfsfólks, gagnkvæm virðing og skyldurækni við samfélagið eru meginþemu ásamt traustri leiðsögn. Þjónandi forysta getur átt vel við í háskólastofnunum sem hafa samfélagslegt hlutverk og byggja á jafningjabrag akademískra starfsmanna. Erlendar rannsóknir á þjónandi forystu í háskólum sýna gildi hugmyndafræðinnar fyrir árangur háskóla. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta vægi þjónandi forystu á fræðasviðum Háskóla Íslands og tengsl hennar við starfsánægju. Notað var hollenskt mælitæki, Servant Leadership Survey, sem metur viðhorf til næsta yfirmanns. Einnig var spurt um starfsánægju. Niðurstöður sýndu að þjónandi forysta er viðhöfð á fræðasviðunum að allnokkru marki eða 4,19 (spönn: 1-6). Af þáttum þjónandi forystu hafði ráðsmennska hæst vægi, þá fyrirgefning og efling. Alls reyndust 82,6% aðspurðra ánægð í starfi og aðhvarfsgreining sýndi jákvæða marktæka fylgni þjónandi forystu og starfsánægju. Hátt gildi þjónandi forystu er í takt við niðurstöður fyrri rannsóknar á starfsumhverfi Háskóla Íslands en ekki í takt við bandarískar rannsóknir sem sýna lítið vægi þjónandi forystu í háskólum þar. Vægi þjónandi forystu í Háskóla Íslands reyndist nokkru lægra en meðal grunnskólakennara hér á landi (4,64) og á Sjúkrahúsinu á Akureyri (4,33) en jafnhátt og á bráðamóttökum Landspítala (4,19). Marktæk tengsl þjónandi forystu og starfsánægju staðfestir sömu tengsl í bandarískum háskólum og á annars konar stofnunum hér á landi. Niðurstöður benda til þess að þjónandi forysta, ekki síst efling og hugrekki stjórnenda, sé árangursrík leið til að auka starfsánægju og geti stutt við jafningjastjórnun, sjálfstæði starfsmanna og samfélagslegt hlutverk Háskóla Íslands.

Highlights

  • Stofnanir ríkisins gegna fjölmörgum hlutverkum og eru mikilvægir vinnustaðir hér á landi

  • Servant leadership is a philosophy of communication and leadership whith focus on decentralization, autonomy, mutual respect and commitment to society

  • The degree of servant leadership in the University of Iceland was lower compared to grammar schools (6,46) and general hospital wards (4,33) but identical to hospital emergency care units (4,19)

Read more

Summary

Þjónandi forysta

2.1 Hinn þjónandi leiðtogi samkvæmt Robert K. OLA-mælitækinu er ætlað að meta vinnustað frekar en ákveðna leiðtoga sem byggir á því að þjónandi forysta geri ráð fyrir að forystu sé deilt og nái til allra starfsmanna (Laub, 2010). Í öllum megindlegu rannsóknunum hér á landi fram til þessa hefur vægi þjónandi forystu (viðhorf starfsfólks til þjónandi forystu næsta yfirmanns) verið mælt með SLS-mælitækinu og eru rannsóknirnar hér allar hluti af sama rannsóknarverkefninu og liggur því fyrir talsvert af gögnum sem eru samanburðarhæf við niðurstöður erlendra rannsókna þar sem SLS-mælitækið var einnig notað. Gæti því orðið áhugavert að bæta við þessa fyrirliggjandi þekkingu með því að mæla þjónandi forystu í Háskóla Íslands með mælitæki sem sérstaklega er hannað til þess og að kanna hugsanleg tengsl þjónandi forystu við starfsánægju

Aðferð
Niðurstöður
Umræða
Findings
Ályktun
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.