Abstract

Skjalastjórnun er einn þeirra stjórnunarþátta sem stuðla að skipulegri stjórnun fyrirtækja og stofnana þannig að starfsemin sé rekin á hagkvæman og ábyrgan hátt. Án skjalastjórnunar er hætta á að skjöl glatist og eyður myndist í rekstrarsamfellu fyrirtækisins. Þá styður skjalastjórnun við stjórnun áhættu með tilliti til upplýsingaöryggis, veitir frumkvæði í gæðaog umhverfismálum, gerir auðveldara að mæta kröfum löggjafar og reglugerða, óskum viðskiptavina og þörfum starfsfólks. Aukin hætta er á að skjöl rati í rangar hendur eða eyðileggist sé kerfisbundin skjalastjórnun ekki fyrir hendi auk þess sem hún stuðlar að gegnsæi og rekjanleika í rekstrinum. Á síðustu árum hefur mikið verið hugað að stjórnun rafrænna skjala innan stofnana og fyrirtækja. Áhersla hefur verið lögð á kerfisbundna vistun þeirra með það fyrir augum að bæta þjónustu og rekstur. Skjalastjórnun sem starfsgrein er tiltölulega ný af nálinni og hugtakið kom ekki til sögunnar fyrr en upp úr miðri síðustu öld. Sú tækni sem nefnd er rafrænt skjalastjórnunarkerfi (RSSK) auðveldar að stýra upplýsinga- og skjalaflæði innan fyrirtækja og stofnana. Áhersla á vandaða og gegnsæja stjórnsýslu sem og krafa almennings um aðgengi að opinberum gögnum hefur skapað nauðsyn þess að stofnanir taki í notkun RSSK. Gagnagrunnar svo sem RSSK stuðla að altækri og hagkvæmri skjalastjórnun. En breytingar eins og að koma á skipulegri skjalastjórnun geta reynst erfiðar. Þessi rannsókn veitir innsýn í viðhorf og þátttöku skjalastjóra í því breytingarferli sem innleiðing RSSK er. Spurningalisti var lagður fyrir íslenska skjalastjóra sem voru aðilar að Félagi um skjalastjórn og höfðu tekið þátt í að innleiða RSSK. Spurningalistinn innihélt m.a. 19 spurningar sem byggðu á hinum átta þrepum Kotters varðandi innleiðingu breytinga. Helstu niðurstöður voru að skjalastjórar bera ekki fullt traust til æðstu stjórnenda til þess að viðhalda breytingum, millistjórnendur studdu innleiðinguna ekki sem skyldi en það gerðu hins vegar æðstu stjórnendur. Skortur var á fræðslu og þjálfun til handa skjalastjórum vegna innleiðingarinnar. Um þriðjungur skjalastjóra sagði að innleiðingin hefði mætt andstöðu meðal starfsmanna og um 40% upplifðu innleiðinguna sem tækifæri fremur en ógnun. Sama hlutfall skjalastjóra sagði að viðbrögð starfsmanna við innleiðingunni hefðu verið jákvæð. Loks benda niðurstöðurnar til þess að upplýsingamiðlun til starfsmanna hafi ekki verið nægilega góð. Til þess að yfirvinna andstöðu starfsmanna þarf að virkja þá í breytingaferlinu, halda þeim upplýstum um ferlið og umbuna þeim fyrir að taka þátt í nýja kerfinu.

Highlights

  • Records management is one of the functions that contribute to more efficient and responsible management within organizations

  • Eitt af erfiðustu verkefnum stjórnenda er að hrinda breytingum í framkvæmd og helsta áskorunin felst í að breyta ákveðinni menningu og hegðun starfsmanna sem m.a. birtist í því að innleiða nýtt vinnulag, nýja verkferla og ný vinnubrögð innan stofnana og fyrirtækja

  • Enn fremur var menntunarstig skjalastjóra kannað og hversu lengi þeir hefðu starfað við skjalastjórn

Read more

Summary

Skynja þörfina fyrir breytingar

Hér þarf að gera grein fyrir því af hverju verið er að fara í innleiðingarferli. Hjálpa þarf starfsfólki til þess að skilja og sjá þörfina fyrir breytingarnar og mikilvægi þess að bregðast skjótt við og taka þátt. Gera þarf starfmönnum grein fyrir hvatanum hvort sem það eru lög og reglugerðir, innri eða ytri þættir eða annað sem kallar á breytingarnar og að breytingin sé óhjákvæmileg

Mynda leiðbeinandi bandalag sem drífur breytingarnar áfram
Miðla breytingarsýninni
Virkja starfsfólkið í breytingum og tryggja víðtækt umboð til athafna
Búa til og fagna áfangasigrum
Festa breytingarnar í menningunni

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.