Abstract

Í rannsókn þessari er metinn árangur fjögurra aðila í gerð mánaðarlegrar verðbólguspár á árunum 2000 til 2006. Flestar spárnar eru nokkuð svipaðar og í þeim er verðbólga að meðaltali vanmetin um tvo til sex punkta. Ekki mælast tölfræðilega marktæk tengsl milli þess hversu áreiðanlegar spárnar eru eftir tímabilum, þ.e. aðili sem spáir vel einn mánuðinn er ekki líklegri en annar til að spá vel í næsta mánuði. Við upphaf hvers mánaðar spá aðilar á markaði fyrir um verðbólgumælingu Hagstofunnar í viðkomandi mánuði en á rannsóknartímanum birti Hagstofan verðbólgumælingu í kringum 10. hvers mánaðar. Oftast eru spárnar betri en verðbótaþátturinn sem notaður var til að uppreikna verðtryggingu íslenskra skuldabréfa í upphafi mánaðar áður en verðbólgumæling Hagstofunnar birtist. Í greininni er kannað hvort hægt sé að færa sér þetta í nyt með skuldabréfaviðskiptum samkvæmt verðbólguspá áður en verðbólgumæling Hagstofunnar birtist. Lítil von er um að slík viðskipti skili hagnaði sökum viðskiptakostnaðar.

Highlights

  • The paper evaluates monthly inflation forecasts of four financial entities during the period 2000 to 2006

  • Hér á landi starfar Seðlabanki Íslands undir verðbólgumarkmiði og þar með snýst vaxtastefna bankans um að halda verðbólgunni innan ásættanlegra marka

  • Í öllum þessum rannsóknum eru gögnin á ársgrunni og engin þeirra fjallaði um áreiðanleika verðbólguspáa

Read more

Summary

Inngangur

Við nútímahagstjórn er verðbólga einn mikilvægasti mælikvarðinn á stöðu efnahagsmála til að meta þenslu eða slaka í hagkerfinu á hverjum tíma. Verðbólga hefur einnig sérstaka merkingu fyrir skuldir í íslenskum krónum því meirihluti skuldabréfa á íslenskum markaði er verðtryggður. Verðbólgan er því ekki bara mælikvarði á ástand þjóðarbúsins heldur snertir hún pyngju landsmanna með beinum hætti í gegnum húsnæðisskuldir og aðrar verðtryggðar skuldir. Gríðarlegir hagsmunir eru því fólgnir í þessari einu tölu. Á þeim tíma sem rannsóknin nær til var verðbólgumæling Hagstofunnar gerð í upphafi mánaðar og birt í kringum tíunda dag hvers mánaðar. Spárnar voru birtar um mánaðamót og giltu fyrir þann mánuð sem var að ganga í garð og var spánni ætlað að sjá fyrir hver verðbólgumæling Hagstofunnar yrði fyrir viðkomandi mánuð

Fyrri rannsóknir
Mælikvarðar við að meta gæði spár
Stöðutaka á skuldabréfamarkaði
Verðbólgumæling Hagstofu
Árangur í spágerð
Frávik í spám
Er spáð rétt um vaxandi eða minnkandi verðbólgu?
Er hægt að treysta fyrri árangri?
Samantekt
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call