Abstract

Greinin byggir á tveimur rannsóknum þar sem leitað var eftir hugmyndum barna um hlutverk og ábyrgð leikskólakennara. Þannig var reynt að skilja þau ómeðvituðu og meðvituðu gildi sem starfsfólk leikskóla miðlar til barna. Byggt er á hugmyndafræði bernskurannsókna þar sem litið er svo á að bernskan sé félagslega mótuð og lögð er áhersla á sjónarmið og þátttöku barna. Jafnframt er tekið mið af Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (1992) sem lagði mikilvægan grunn að réttindum og hæfni barna og áhersla er lögð á rétt barna til að tjá skoðanir sínar á málefnum sem varða þau. Markmiðið með greininni er að varpa ljósi á sýn barna á hlutverk fullorðinna í leikskólanum og út frá því er leitast við að greina þau gildi sem starfsfólkið miðlar til barnanna í daglegu starfi. Niðurstöður rannsóknanna sýndu að í augum barnanna voru hlutverk starfsmanna margþætt og flókin og snerust um að stjórna, veita umhyggju, að veita stuðning og að vera leikfélagi. Þessi fjögur hlutverk voru flokkuð og greind í þrjú samofin gildi: Aga, umhyggju og þátttöku. Rannsóknin sýnir hæfni barnanna til að tjá reynslu sína og sjónarmið á fjölbreyttan hátt og mikilvægi þess að starfsfólk leikskóla hlusti á sjónarmið barna í daglegu starfi leikskólans.

Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.