Abstract
Hægt gengur að jafna stöðu kynjanna í efstu stjórnunarþrepum fyrirtækja á Íslandi. Í rannsókninni er sjónum beint að konum sem gegna stöðum millistjórnenda í stórum eða meðalstórum fyrirtækjum og eru því í hópi mögulegra yfirstjórnenda framtíðarinnar. Markmið rannsóknarinnar er að öðlast skilning á upplifun og reynslu kvennanna af stöðu sinni, hindrunum og möguleikum til starfsþróunar. Viðtöl við þær voru greind og túlkuð eftir aðferðum fyrirbærafræðinnar. Helstu niðurstöður benda til þess að flókinn vefur óáþreifanlegra hindrana sé til staðar í formi karllægrar menningar, viðhorfa, formgerða fyrirtækja sem og langlífra staðalímynda. Konurnar upplifa efsta stjórnunarlagið sem lokaða karlaklíku; yfirstjórnendastörfin sem sniðin að þörfum og aðstæðum karlmanna og að þær geti ekki bætt á sig frekari ábyrgð; vinnusemi og vandvirkni þeirra finnst þeim ekki metin að verðleikum og loks máta þær sig í hlutverk yfirstjórnandans og áfellast sjálfar sig fyrir að falla ekki að staðalímyndinni. Í sameiningu draga þessir þættir úr sjálfstrausti kvennanna og þrótti til að sækjast eftir hærri stöðum ásamt því að valda þeim álagi og um leið viðhalda raunverulegum vanda ójafnréttis kynjanna í æðstu stjórnendastöðum fyrirtækjanna.
Highlights
Despite Iceland’s excellent performance on many gender equality measures, its ratio of women in top-management positions is improving very slowly
Út frá niðurstöðunum eru settar fram ábendingar um hvernig konur í millistjórn geta yfirstigið hindranir á leið sinni í æðstu stöður; t.a.m. það að konur forðist að taka staðalímyndir kynjanna persónulega og reyni þess í stað að ‚bjóða sjálfum sér‘ að taka þátt tækifærum til tengslamyndunar eins og að spila golf; eða að þær velji starfsframa fram yfir fjölskyldu og útvisti fjölskylduábyrgðinni með því að kaupa sér þjónustu og ráða til dæmis húshjálp og loks að þær velji sér mentor, jafnvel þó þeim hafi ekki formlega verið boðið upp á slíkt (Baumgartner og Schneider, 2010)
Upplifun Elínar, sem starfar í opinberu flutningafyrirtæki, er lýsandi: „[...] mér finnst erfiðara að koma mér í þann gír að beita hörku sjálf til að fá það sem ég vildi [...]“ Elín er að reyna að herða sig og beita þeim aðferðum sem eru ríkjandi þrátt fyrir að hún hafi takmarkaða trú á að þær séu árangursríkastar
Summary
Konur eru í minnihluta í æðstu stöðum og framkvæmdastjórnum fyrirtækja um allan heim (Broadbridge og Hearn, 2008; Eagly og Carli, 2007). Fjöldi erlendra og innlendra rannsókna á síðustu áratugum hefur leitast við að greina hvað hindrar framgang kvenna í starfi (sjá t.d. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Margrét Þorvaldsdóttir, 2012; Katrín Ólafsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir, 2015; Smith, Smith og Verner, 2013; Tonge, 2008; Yee o.fl., 2015), hvað veldur þeim hindrunum (sjá t.d. Guðný Guðbjörnsdóttir, 2006; Kristín Loftsdóttir og Helga Björnsdóttir, 2015; Oakley, 2000; Stoker, Van der Velde og Lammers, 2012) og loks hvað þær konur hafa gert sem náð hafa að brjóta sér leið á toppinn og komast í stöðu æðstu stjórnenda á vinnumarkaði (sjá t.d. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, 2008; Baumgartner og Schneider, 2010). Loks eru helstu þemu (atriði) sem komu fram í viðtölum um reynslu og upplifun þessara millistjórnenda rædd og sett í samhengi við niðurstöður rannsókna um kvenmillistjórnendur og konur sem komist hafa til æðstu metorða í viðskiptalífinu
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.