Abstract

Síðustu árin hefur orðið viðhorfsbreyting til forystu og stjórnunar í takt við nýjar rannsóknir um að aukið vægi leiðsagnar, jafningjabrags og sameiginlegrar framtíðarsýnar geti skilað betri árangri gagnvart starfsfólki og fyrirtækinu í heild samanborið við fyrirskipanir með áherslu á völd fárra. Fáar rannsóknir fjalla um hvaða þættir einkenni fyrirtæki sem ná góðum árangri en meðal kannana á þessu sviði er könnun Verzlunarmannafélags Reykjavíkur (VR) um fyrirtæki ársins. Þjónandi forysta byggir á sjálfstæði starfsfólks, skýrri framtíðarsýn, ábyrgðarskyldu, hlustun og stuðningi stjórnenda. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna áherslur stjórnenda og leiðtoga hjá fyrirtækjum sem eru í hópi fyrirtækja sem endurtekið hafa fengið viðurkenninguna „fyrirmyndarfyrirtæki“ hjá VR. Jafnframt er markmiðið að kanna hvort og þá hvernig áherslur þeirra endurspegli hugmyndafræði þjónandi forystu. Framkvæmd var eigindleg rannsókn og tekin viðtöl við sjö stjórnendur Fyrirmyndarfyrirtækja VR til að varpa ljósi á mikilvægar áherslur leiðtoga fyrir árangur fyrirtækjanna. Greind voru lykilatriði í stjórnun og forystu viðmælenda og dregnar fram áherslur sem skipta máli fyrir árangur fyrirtækjanna og koma fram í þremur þemum. Fyrsta þemað er stjórnun sem stuðningur og samspil ólíkra hlutverka, annað þemað er hagur starfsmanna og jafningjatengsl leiðtoga og starfsmanna og þriðja þemað er framtíðarsýn og virk upplýsingagjöf. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í takt við niðurstöður nýrra rannsókna um mikilvæga þætti leiðtoga sem tengjast árangri og ánægju starfsfólks. Þá sýna niðurstöður að áhersluþættir í stjórnun viðmælenda eru í takt við megineinkenni hugmyndafræði þjónandi forystu og styðja fyrri rannsóknir um tengsl þjónandi forystu við starfsánægju og árangur skipulagsheilda. Rannsóknarniðurstöður gefa áhugaverða innsýn í áherslur stjórnenda sem náð hafa sérstökum árangri og hvernig þær endurspegla hugmyndafræði þjónandi forystu. Rannsóknin er framlag til þekkingar á sviði þjónandi forystu og hefur hagnýtt gildi fyrir fyrirtæki, stjórnendur og starfsmenn.

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.