Abstract
Greinin fjallar um innleiðingu opinna vinnurýma hjá hinu opinbera. Afar skiptar skoðanir eru á svokölluðum opnum vinnurýmum (e. open-plan). Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða upplifun opinberra starfsmanna af jafn umfangsmiklum breytingum og þeim að flytjast í opið rými og hvernig til tókst við innleiðinguna. Þá er því velt upp hvort hið opinbera hafi mótað formlega stefnu varðandi opið vinnurými. Afar fáar innlendar rannsóknir hafa verið gerðar á upplifun starfsmanna á því að flytjast í opið vinnurými og er þetta fyrsta rannsóknin á viðhorfi opinberra starfsmanna til slíkra breytinga. Í þessari rannsókn voru valdar tvær stofnanir og tvö ráðuneyti sem nýlega hafa innleitt opin vinnurými. Könnun var send á 182 starfsmenn hjá þessum stofnunum og ráðuneytum og tóku 90 starfsmenn þátt og svöruðu spurningum um hvernig til hefði tekist við breytingarnar. Svarhlutfallið var því tæp 50%. Þá voru tekin viðtöl við stjórnendur hjá hinu opinbera varðandi það hvort stefna hafi verið mótuð fyrir innleiðingu opinna vinnurýma. Megin niðurstöður eru þær að helmingi þátttakenda líkar opnu rýmin vel en ívíð fleiri myndu kjósa hefðbundnar skrifstofur. Þrátt fyrir það telur meirihluti þeirra að minna næði sé til að sinna starfinu, hávaði hafi aukist og að dregið hafi úr einbeitingu. Þá telur þriðjungur að dregið hafi úr framleiðni. Þá hefur engin stefna verið mótuð af hálfu hins opinbera varðandi innleiðingu opinna vinnurýma.
Highlights
Til eru fjölmargar rannsóknir sem snúa að vinnuskilyrðum, starfsánægju, starfsmannaveltu og fleiri þáttum sem hafa áhrif á líðan starfsfólks á vinnustöðum
This article discusses the implementation of open-plan offices among public sector employees
The main objective of this article is to review how public sector employees experienced the transition to open-plan offices and how the implementation proceeded
Summary
Stefnumótun er eitt mikilvægasta verkefni sem tekist er á við í skipulagsheildum. Það er verkefni sem felst í því að takast á við framtíðina, hið ókomna. Stefnumótun og áætlanagerð er viðamikill þáttur í allri starfsemi hins opinbera, hvort sem er í ráðuneytum, hjá stofnunum eða sveitarfélögum. Kannanir sem gerðar hafa verið og endurteknar yfir langt tímabil sýna að starfsánægja fer minnkandi eftir að starfsfólk fluttist úr hefðbundnum skrifstofum í opin vinnurými að öllu leyti eða hluta, og er talið að tengsl geti verið á milli lítillar starfsánægju og lítilla afkasta. Allt eru þetta veigamikil atriði og því skiptir miklu máli að ítarleg þarfagreining liggi að baki og að skýr stefna ríki um eins viðamikla breytingu og þá að færa skrifstofurými í opin vinnurými, sérstaklega þar sem þúsundir einstaklinga starfa, líkt og hjá hinu opinbera. Því má leiða að því líkur að áætlanagerð og stefnumótun sé afar mikilvægur þáttur í allri starfsemi hins opinbera, hvort heldur er meðal stofnana eða ráðuneyta. Aðkoma hagsmunaaðila er því mikilvæg á öllum stigum ferlisins þegar innleiða á jafn viðamikla breytingu og að færa starfsemi í opið vinnurými (Bryson 2004)
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.