Abstract
Markmið rannsóknarinnar er að bæta við þekkingu á sýn leikskólabarna með fjölbreyttan bakgrunn á þátttöku sína og vellíðan í leikskólanum. Einnig voru könnuð viðbrögð starfsfólks leikskólans við sjónarmiðum barnanna. Hugtakið fullgildi (e. belonging) var notað til að varpa ljósi á félagsleg samskipti og þátttöku barnanna í samfélagi leikskólans. Rannsóknin var gerð á leikskóladeild þar sem dvöldu saman 19 börn og fjórir starfsmenn. Níu börn kusu að taka þátt eftir að hafa fengið leyfi frá foreldrum og útskýringar á því hvað þátttakan fæli í sér. Einnig voru könnuð viðbrögð starfsfólks leikskólans við sjónarmiðum barnanna. Börnin tóku myndir á spjaldtölvur og voru myndirnar notaðar sem kveikja að samræðu um fullgildi þeirra í leikskólanum. Niðurstöðurnar benda til þess að í hugum barnanna snúist fullgildi aðallega um vináttutengsl þeirra við önnur börn í leikskólanum. Börnin léku sér frekar við börn með svipaðan tungumála- og menningarbakgrunn og þau sjálf. Börn með annan bakgrunn en íslenskan voru frekar útilokuð frá leik en börn með íslenskan bakgrunn. Börnin, sem tóku þátt, voru sjálfstæð og sjálfbjarga í daglegu starfi leikskólans og leituðu ekki til starfsfólksins eftir stuðningi þegar eitthvað bjátaði á, heldur drógu sig frekar í hlé. Starfsfólkið ígrundaði starfshætti sína út frá sjónarmiðum barnanna og hafði ýmsar hugmyndir um fullgildi þeirra. Þær hugmyndir virtust þó ekki endurspeglast nema að litlu leyti í starfsháttum þess.
Highlights
E findings from the study with the children were introduced to the educators, who reflected on the children’s experiences
Fjölmenningarlegir kennsluhættir felast m.a. í því að viðurkenna ólíka menningu og tungumál og byggja brýr milli heimila og skóla þannig að börnin fái tækifæri til að tengja námið við reynslu sína og þekkingu (Hanna Ragnarsdóttir, 2016; Souto-Manning, 2013)
Pólitískt fullgildi felur auk þess í sér siðferðislegt og pólitískt gildismat og jafnframt valdatengsl sem hafa áhrif á samskipti milli einstaklinga, hópa og umhverfis (Juutinen, 2018; Yuval-Davis, 2006)
Summary
Rannsóknin er byggð á hugmyndafræði bernskurannsókna þar sem sjónum er beint að réttindum og sjónarmiðum barna. Samkvæmt honum hafa börn rétt til að láta í ljósi skoðanir sínar í öllum málum sem þau varða og það þarf að gefa börnum tækifæri til að mynda sér skoðanir, auðvelda þeim að tjá þær, hlusta á þau og bregðast við sjónarmiðum þeirra. Aðildarríkjum ber að virða rétt barns til að viðhalda því sem auðkennir það sem einstakling, svo sem tungumáli og menningu Það fyrsta er rými þar sem áhersla er lögð á að gefa börnum tækifæri til að mynda sér skoðanir og tjá þær. Sem þýðir að tryggja beri að hlustað sé á skoðanir barna, þ.e. að þeim sé komið á framfæri við aðila sem geta komið skoðunum þeirra í framkvæmd. Lokaviðmiðið er áhrif, sem merkir að tryggja þurfi að raddir barnanna hafi áhrif, þær séu teknar alvarlega og brugðist sé við þeim (mynd 1)
Published Version (Free)
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have