Abstract

Fátítt er að prófkjör séu notuð við uppsetningu framboðslista í löndum sem notast við hlutfallskosningakerfi eins og flestir stjórnmálaflokkar á Íslandi gera. Prófkjör eru hins vegar gagnleg til að skoða áhrif ýmissa einkenna frambjóðenda á árangur þeirra í stjórnmálum. Ólíkt almennum kosningum eru einstaklingum greidd atkvæði og vinsældir flokkanna og leiðtoga þeirra á landsvísu hafa minni áhrif á árangur einstakra frambjóðenda. Í þessari grein er fjallað um prófkjör á Íslandi 1970-2007. Sérstök áhersla er lögð á árangur kvenna en því hefur oft verið haldið fram að konur eigi erfiðara uppdráttar í prófkjörum en þegar farnar eru hefðbundnari leiðir við uppstillingu framboðslista. Því er mikilvægt að skoða hver árangur kvenna í íslenskum prófkjörum er og hvaða breytingar hafa orðið frá því að stjórnmálaflokkarnir tóku upp prófkjör. Í ljósi þess að konur standa höllum fæti er leitast við að svara því hvar orsökin liggur. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að ekki sé um viðhorf kjósenda í prófkjörunum að sakast heldur sé skýringarinnar fremur að leita í því að færri konur bjóða sig fram og á það sérstaklega við um forystusæti framboðslistanna.

Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.