Abstract
Ísland telst leiðandi á heimsvísu í jafnrétti kynjanna, þrátt fyrir það er staðan ójöfn hjá félögum sem teljast þjóðhagslega mikilvæg, þ.e. skráðum félögum. Karlar eru forstjórar allra 19 félaganna sem skráð eru á markað og gegna stjórnarformennsku í þeim öllum utan einu. Rannsóknin beinir sjónum að ráðningarferli forstjóra skráðra félaga og hvers vegna fjölgun kvenna í stjórnum hefur ekki leitt til fjölgunar kvenna í forstjórastöðum. Rannsóknarspurningin sem liggur til grundvallar er: Hvernig upplifa konur sem sitja í stjórnum skráðra félaga ráðningarferli forstjóra með tilliti til möguleika karla og kvenna á því að hljóta starfið? Tekin voru viðtöl við 22 konur sem sitja í stjórnum allra skráðra félaga á Íslandi. Niðurstöður leiða í ljós óánægju með ríkjandi ráðningarvenjur sem stjórnarkonur upplifa sem mjög lokað ferli. Mikið er treyst á tengslanet stjórnarmanna og lista frá ráðningarstofum sem sinna stjórnendaleit. Slík ráðningarferli eru útilokandi fyrir konur og upplifa sumir viðmælendur togstreitu vegna eigin þátttöku í ferlinu. Nýnæmi rannsóknarinnar felst í því að í fyrsta sinn er rætt við konur sem sitja í stjórnum allra skráðra félaga á Íslandi og viðhorf þeirra og upplifun af ráðningarferli í æðstu stjórnunarstöður dregið fram og það borið saman við nýjar leiðbeiningar um góða stjórnarhætti og fjölbreytileika í þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum, sem taka gildi 1. júlí 2021.
Highlights
Lögum nr. 13/2010 um hlutafélög var ætlað að stuðla að jöfnun hlutfalls kynjanna í áhrifastöðum félaga
Iceland is a global leader in gender equality, inequality persists in public interest entities, that is listed companies
This study sheds light on the hiring process for CEOs of listed companies and why the increased number of women board members has not led to an increased number of female CEOs
Summary
Mismunun kynjanna er alþjóðlegt fyrirbrigði og samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins um kynjamun 2021 hefur kynjabilið aukist síðasta ár og mun það taka yfir 135 ár að koma á fullkomnu jafnrétti um heim allan (WEF 2021). Áhrif Covid-19 hafa verið umtalsverð, en atvinnuþátttaka 16-74 ára á ársgrundvelli á tímum kórónuveirunnar hefur ekki verið minni frá því að mælingar hófust árið 1991. Fáar konur stýra stórum fyrirtækjum á Íslandi (Creditinfo 2021) og á mynd 1 má sjá hlutfall kvenna og karla af forstjórum allra félaga og skráðra félaga á Íslandi frá árinu 2013, er lög um kynjakvóta á stjórnir félaga voru að fullu innleidd, til ársins 2020. Þetta þýðir að í átta þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum eru karlar í öllum helstu hlutverkum, þ.e. forstjórar, s1t.jó2rSntaarðfoarnmeernlnenodgisvaraformenn (samantekt rannsakenda af heimasíðum skráðra félaga Samkvæmt tölum OECD (2021) er hlutfall kvenna í stjórnum almenningshlutafélaga 3h0æ.smt ahrésr2á02la1n)d. Í leiðbeiningunum er því auk þess haldið fram að ef stjórnir og forstjóri setji félagi stefnu um fjölbreytileika muni það auka líkur á því að fyrirtækið búi yfir fjölþættri þekkingu, reynslu og innsýn sem nauðsynleg er til farsællar framtíðarþróunar félagsins
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.