Abstract

Fíkniefnavandinn er af mörgum álitinn einn helsti vandi sem vestræn ríki glíma við í dag. Viðhorfsmælingar á Íslandi sýna að flestir telja neyslu fíkniefna alvarlegasta vandamál afbrota en samneyslu áfengis og fíkniefna mikilvægustu ástæðu þess að sumir leiðast út í afbrot. Neysla algengasta fíkniefnisins, kannabis, hefur reglulega verið mæld meðal grunnskólabarna hér á landi en neysla fullorðinna hefur minna verið könnuð. Lítið er því vitað um hvernig neysla sem hefst í grunnskóla þróast þegar kemur fram á fullorðinsár, hvort hún aukist, standi í stað eða minnki. Ekki er heldur mikið vitað um félagsleg einkenni þeirra sem misnota hörð fíkniefni á Íslandi. Í greininni er útbreiðsla kannabis skoðuð eins og hún er meðal fullorðinna á Íslandi. Hversu margir hafa prófað efnið á lífsleiðinni, hversu margir hafa neytt þess oftar en tíu sinnum og hversu margir á síðustu sex mánuðum fyrir mælinguna? Staða sprautufíkla er sérstaklega greind og hvaða félagslegu áhættuþættir koma þar við sögu. Mat almennings á alvarleika brota er kannað og ástæður þess að fólk leiðist út í afbrot eru einnig kannaðar. Helstu niðurstöður eru þær að heildarfjöldi þeirra sem einhvern tíma hefur prófað kannabis hefur aukist á síðustu árum en fjöldi þeirra sem nota efnið reglulega er óverulegur. Sprautufíklar standa margir hverjir höllum fæti í samfélaginu og eiga við margvíslegan vanda að stríða. Brýnt er að stefnumótun í fíkniefnamálum taki mið af ólíkum hliðum neyslunnar í samfélaginu um leið og úrræði fyrir langt leidda fíkla verði efld í félags- og heilbrigðiskerfinu.

Highlights

  • „Fíkniefnavandamálið verður sífellt alvarlegra: Ungmenni láta lífið vegna fíkniefnaneyslu....Heróín komið á markaðinn – 4000 ungmenni komið við sögu í fíkniefnamálum“ (Morgunblaðið, 1979)

  • The most frequent drug, has regularly been measured among students but studies among adults have been examined to a lesser extent

  • Not much is known about social characteristics of those who abuse hard drugs in Icelandic society

Read more

Summary

Inngangur

„Fíkniefnavandamálið verður sífellt alvarlegra: Ungmenni láta lífið vegna fíkniefnaneyslu....Heróín komið á markaðinn – 4000 ungmenni komið við sögu í fíkniefnamálum“ (Morgunblaðið, 1979). Árið 1979 voru þó ekki til opinber gögn sem staðfestu dauðsföll ungmenna eða annarra vegna neyslu fíkniefna Samt er ekki ólíklegt að einstaka dauðsföll á þeim tíma hafi óbeint mátt rekja til neyslu fíkniefna enda skilgreiningin teygjanleg. Goode og Ben-Yehuda (1994/2009) halda því fram að hættan vegna fíkniefna eigi það til að vera ýkt og henni megi líkja við siðfár Vandinn er vafalítið til staðar eins og fram kemur í fréttinni en samt er ekki hægt að verjast þeirri tilhugsun að hann hafi verið málaður dekkri litum en ástæða var til á þeim tíma að minnsta kosti. Á hinn bóginn verður því ekki neitað að fréttin er eingöngu byggð á viðtali við einn aðila málsins sem tengist málinu beint sem yfirmaður þeirrar deildar sem hefur málaflokkinn á sinni könnu. Í greininni verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hversu útbreidd er neysla fíkniefna á Íslandi? Hefur neyslan aukist á síðustu árum? Er baráttunni gegn fíkniefnum eingöngu sinnt af yfirvöldum eða nýtur hún stuðnings þjóðarinnar allrar? Eru viðbrögð samfélagsins yfirdrifin og í litlu samhengi við hættuna af vandanum sjálfum? Í hverju felst stefnumótun samfélagsins í fíkniefnamálum og hvaða kostir eru í boði?

Umfang neyslu fíkniefna á Íslandi á síðastliðnum árum
Aðferðir og gögn
Neysla fíkniefna mesta vandamálið
Þróun kannabisneyslu fullorðinna á Íslandi 1997-2013
Félagsleg einkenni fíkniefnaneytenda og –neyslu þeirra
Félagsleg einkenni sprautufíkla á Íslandi
Viðbrögð samfélagsins við fíkniefnavandanum
Hver er árangurinn af baráttu samfélagsins við fíkniefnin?
10. Kostir í stefnumótun
11. Samantekt og lokaorð
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call