Abstract

Niðurstöður rannsókna á erlendum vettvangi sýna að hlutverk aðstoðarskólastjóra í stjórnun og forystu skóla verður umfangsmeira eftir því sem kröfur um árangur nemenda aukast og skólastarf verður flóknara. Einnig sýna rannsóknir að hlutverk aðstoðarskólastjóra í grunnskólum getur verið mjög margþætt og brotakennt. Greinin fjallar um reynslu aðstoðarskólastjóra af hlutverki sínu og stöðu þegar kemur að stjórnun og forystu, og er byggð á viðtölum við átta aðstoðarskólastjóra sem valdir voru af handahófi úr hópi aðstoðarskólastjóra í grunnskólum Reykjavíkur. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að aðstoðarskólastjórar í Reykjavík sjá sjálfa sig sem stjórnendur skóla fremur en faglega leiðtoga, enda fer mestur tími þeirra í daglega stjórnun skólans, svo sem að leysa úr forföllum starfsfólks og koma að úrlausnum ýmissa mála er snúa að nemendum og starfsfólki. Aðstoðarskólastjórarnir vildu gjarnan geta sinnt faglegri forystu í meiri mæli en þeir gera, en þeir upplifa að í erli dagsins gefist þeim fá tækifæri til slíkrar forystu. Niðurstöðurnar vekja upp áleitnar spurningar um starfsumhverfi aðstoðarskólastjóra, stöðu þeirra og óskýrt hlutverk.

Highlights

  • The role of assistant principal is relatively new in the Icelandic school system

  • Eins og Sergiovanni (2009) hefur Gardner (2000) bent á að oft sé reynt að greina á milli stjórnenda og leiðtoga en hann hallast frekar að því að gera greinarmun á leiðtogum og þeim sem bæði eru leiðtogar og stjórnendur annars vegar og þeim sem aðeins eru stjórnendur en ekki leiðtogar hins vegar

  • Aðstoðarskólastjórarnir vildu allir nema einn hafa fleiri tækifæri til þess að sinna faglegri forystu og framþróun skólastarfsins, en þeim fannst þeir ekki hafa tíma til þess eða eiga erfitt með að forgangsraða þannig að þeir settu þessi verkefni framar á verkefnalistann

Read more

Summary

STJÓRNUN OG FORYSTA

Hugtökin stjórnun (e. administration) og forysta (e. leadership) eru gjarnan notuð til þess að lýsa hlutverkum stjórnenda í skólum. Yukl (2013) hefur meðal annars bent á að þrátt fyrir fjölda skilgreininga á forystu virðist þær flestar eiga það sameiginlegt að forysta sé ferli þar sem einn aðili beitir viljandi áhrifum sínum á annan aðila eða hóp, til þess að leiðbeina, byggja upp eða auðvelda starfsemi eða sambönd innan skipulagsheildar. Eins og Sergiovanni (2009) hefur Gardner (2000) bent á að oft sé reynt að greina á milli stjórnenda og leiðtoga en hann hallast frekar að því að gera greinarmun á leiðtogum og þeim sem bæði eru leiðtogar og stjórnendur annars vegar og þeim sem aðeins eru stjórnendur en ekki leiðtogar hins vegar. Hér verða hugtökin fagleg forysta og kennslufræðileg forysta notuð jöfnum höndum um þá forystu sem snýr að faglegu starfi, svo sem varðandi áherslur í námi og kennslu og skólaþróun, þar með talin þróun kennsluhátta

STÖRF OG HLUTVERK AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRA
Verkefni og hlutverk aðstoðarskólastjóra
Fagleg forysta víkur fyrir stjórnunarhlutverki
AÐ LOKUM
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.