Abstract

Vægi samfélagsmiðla í þjóðmálaumræðunni eykst stöðugt en lítið er vitað um raunveruleg áhrif þeirra á pólitískan áhuga og þátttöku. Í þessari grein er skoðað hvað einkenndi notkun íslenskra stjórnmálaflokka á þessum miðlum fyrir alþingiskosningarnar 2013 og hvort merkja megi áhrif kjósenda á flokkana í gegnum samfélagsmiðla. Einnig eru skoðuð gögn úr Íslensku kosningarannsókninni um tengsl pólitísks áhuga og netnotkunar. Stuðst er við erlendar rannsóknir á samfélagsmiðlum og farið yfir helstu kenningar fræðimanna um eðli þeirra og möguleg áhrif. Umræða um samfélagsmiðla virðist oft einkennast af rómantískum hugmyndum, en endurspeglar ekki endilega raunveruleikann eins og hann birtist okkur í rannsóknum. Niðurstaða greinarinnar er að notkun íslensku flokkanna einkenndist af einhliða samskiptum en ekki samræðum við kjósendur. Facebook er mikilvægasti samfélagsmiðillinn og nýtist best til auglýsinga og til að dreifa skilaboðum á einfaldan hátt til hóps kjósenda. Fátt bendir til að almenningur hafi haft mikil áhrif á kosningabaráttuna í gegnum þessa miðla, eða að þeir hafi haft veruleg áhrif á niðurstöðu kosninganna. Þá virðist fólk með mikinn pólitískan áhuga vera líklegra til að nýta sér netið til að fá upplýsingar frá framboðum.

Highlights

  • Eftir sigur Baracks Obama í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008 varð ljóst að grundvallarbreyting hefði orðið á sambandi stjórnmála og samfélagsmiðla

  • The importance of social media in the national discourse is increasing but little is known about their true effects on political communication and participation

  • Data from the Icelandic National Election Study was used to examine a possible link between political interest and participation

Read more

Summary

Kenningar um samfélagsmiðla og rannsóknir á áhrifum þeirra

Eðli málsins samkvæmt eru rannsóknir á samfélagsmiðlum og áhrifum þeirra fremur nýlegar og hugmyndafræðilegur grunnur misjafn. Ein afleiðingin er sú að almenningur hefur nú meiri völd í gegnum til dæmis bloggsíður og umræðukerfi því þannig getur hann haft bein áhrif á það efni sem er framleitt. Í nýlegri skrifum hefur hann dregið í land og segist sjá merki um að það sé aðallega ungt fólk sem nýti sér þessa miðla til pólitískrar þátttöku, en þátttökumenning hafi ekki skilað raunverulegum völdum. Netlýðræði er talið hafa ákveðna kosti umfram hefðbundið lýðræði, því það gefi fólki færi á þátttöku án ýmissa takmarkana sem fylgi til dæmis tímaleysi, staðsetningu eða öðrum efnislegum hindrunum. Einnig megi sjá tengsl á milli aðgengis að upplýsingum um stjórnmál og aukinnar þátttöku, sem bendi til að netið geti minnkað kostnað (tíma og áreynslu) við þátttökuna. Fæstar rannsóknir rannsaka hins vegar tengsl pólitísks áhuga við netnotkun og þátttöku, en þær sem gera það sýna veikara orsakasamband. Ein leið til að átta sig á tengslum þátttöku og valds er að skoða samskipti stjórnmálaflokka og kjósenda sem er eitt markmiða þessarar rannsóknar

Aðferðarfræði
Netið og kosningabaráttan – gögn úr Íslensku kosningarannsókninni2
Notkun íslenskra stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum
Umræður
Niðurstöður
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call