Abstract
Mikil umræða hefur skapast á Íslandi um hin svo kölluðu smálánafyrirtæki. Annars vegar finnst mörgum að smálán bæti við flóru fjármálavara sem eru í boði fyrir neytendur. Hins vegar er hægt að líta svo á að smálán séu ekki annað en okurlánastarfssemi, enda vextir á þessum lánum afar háir. Þrátt fyrir að pólitísk umræða um smálán hafi verið nokkur hafa þau hins vegar verið nánast óskoðuð í fræðasamfélaginu. Í þessari grein skoðum við hvort neytendur smálána séu með verra fjármálalæsi en hinn almenni neytandi. Niðurstöðurnar gefa til kynna að neytendur smálána séu með verra fjármálalæsi en almennir neytendur. Þeir eru einnig yngri, líklegri til að vera karlkyns, með lægri tekjur og menntun.
Highlights
Considerable discussion has taken place in Iceland regarding firms offering small loans such as payday loans or microfinance loans
Til þess að geta lágmarkað áhrif ytri þátta á fjárhagslega velgengni og geta tekið upplýstar ákvarðanir tengdar fjármálum þarf neytandi að búa að góðu fjármálalæsi (Breki Karlsson, 2010)
Margar ástæður eru taldar liggja að baki og tekur skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) nokkrar þeirra fyrir, þ.á.m. áhrif aukins upplýsingaflæðis í formi aukinnar markaðssetningar sem og fjölgun þeirra kosta sem neytendum bjóðast
Summary
Til þess að geta lágmarkað áhrif ytri þátta á fjárhagslega velgengni og geta tekið upplýstar ákvarðanir tengdar fjármálum þarf neytandi að búa að góðu fjármálalæsi (Breki Karlsson, 2010). Þrátt fyrir það hafa rannsóknir sýnt að neytendur búa almennt yfir takmörkuðum skilningi á fjármálaþjónustu sem í boði er (OECD, 2005). Margar ástæður eru taldar liggja að baki og tekur skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) nokkrar þeirra fyrir, þ.á.m. áhrif aukins upplýsingaflæðis í formi aukinnar markaðssetningar sem og fjölgun þeirra kosta sem neytendum bjóðast. Neytendur eru taldir eiga erfitt með að átta sig á kostnaði sem fylgir því að fá lánaða peninga, þeim reynist erfitt að gera greinarmun á tilboðum fjármálastofnana og með tilkomu netsins og viðskipta í gegnum það geta neytendur átt erfiðara um vik að gera greinarmun á óprúttnum aðilum og þeim sem stunda venjubundin viðskipti (OECD, 2005; Viðskiptaráðuneytið, 2009). Fyrir vikið hefur umræða um lagasetningu til verndar neytendum á fjármálamarkaði sprottið upp bæði hér á Íslandi sem og erlendis. Þá verður komið inná hvernig rannsóknin var framkvæmd, niðurstöður kynntar og greinin endar á umræðu
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.