Abstract

Í þessari rannsókn er skoðað hvort samkvæmni sé yfir tíma í árangri við stjórnun íslenskra verðbréfasjóða. Byggt er á gögnum fyrir árin 1998 til 2005 yfir nær alla sjóði sem störfuðu á tímabilinu. Þrenns konar aðferðum er beitt til að skoða hvort ávöxtun eitt ár hefur forspárgildi fyrir árið á eftir. Niðurstaða rannsóknarinnar er að fyrri árangur við stjórnun sjóðanna virðist ekki vera góð vísbending um framtíðarárangur. Þó sjást einhver merki um samkvæmni eða ósamkvæmi milli tímabila þegar einstakar tegundir verðbréfasjóða eru skoðaðar. Þannig er jákvætt samband á milli fyrri árangurs og framtíðarárangurs hjá sjóðum sem fjárfesta í erlendum hlutabréfum en neikvætt hjá innlendum hlutabréfasjóðum. Í báðum tilfellum er sambandið þó veikt og getur átt sér ýmsar skýringar.

Highlights

  • This study analyses the performance persistence of Icelandic mutual funds

  • Prófað er hvort sú tilgáta standist með því að reikna út: Q

  • Til að skoða hvort fjárfestar hefðu getað hagnast á því að fjárfesta frekar í sigurvegurum en töpurum voru búin til tvenns konar verðbréfasöfn fyrir hvern flokk sjóða og hvert ár og meðalávöxtun þeirra reiknuð

Read more

Summary

Inngangur

Verðbréfasjóðir hafa nú verið starfræktir á Íslandi í rúm 20 ár eða allt frá árinu 1985. Í lok árs 2006 voru eignir sjóðanna um 450 milljarðar króna eða um 40% af vergri landsframleiðslu. Tafla 1 sýnir sundurliðun á eignum sjóðanna í lok árs 2006. Jafnvel þótt oft sé tekið fram í smáa letrinu að fortíðarávöxtun sé ekki ávísun á framtíðarárangur gefa auglýsingarnar það óneitanlega til kynna að fyrri árangur sé einhverskonar mælikvarði á gæði eða gefi fyrirheit um góðan árangur í framtíð. Á síðasta áratug mátti gjarnan sjá auglýsingar um góða fortíðarávöxtun þar sem sjóðir þess fyrirtækis sem auglýsti komu ávallt mjög vel út. Vísbendingar eru um að góð fortíðarávöxtun dragi fé inn í sjóðina á Íslandi, líkt og algengast virðist erlendis, en að sjóðir sem skilað hafa lakri ávöxtun laði síður til sín fé (Kári Sigurðsson o.fl., 2006). Það er merki þess að fjárfestar telji að fortíðarávöxtun gefi vísbendingu um framtíðarávöxtun, þ.e. að vænlegra sé að veðja á sjóði sem skilað hafa góðri ávöxtun en þá sem skilað hafa lakari ávöxtun

Fyrri rannsóknir
Venslatöflur
Óstikaðar aðferðir
Verðbréfasöfn
Lokaorð
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call