Abstract

Um áratugaskeið hafa yfirvöld menntamála hér á landi kynnt niðurstöður samræmdra prófa og PISA-rannsóknar OECD þannig að búseta sé önnur lykilbreytan til skýringar á námsframmistöðu ásamt kyni. Framleiðsla stjórnsýslu menntamála á þekkingu á tengslum búsetu og námsárangurs var skoðuð, rætt er hvernig skilgreiningar móta sýn á búsetumuninn og niðurstöður rannsókna á tengslum búsetu og þjóðfélagsstöðu raktar. Gerð var athugun á því að hve miklu leyti þjóðfélagsstaða skýrir muninn milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis á frammistöðu á PISA í lesskilningi, læsi á stærðfræði og læsi á náttúruvísindi í fimm umferðum PISA, frá 2003 til 2015. Algengast var að lítil eða engin tengsl væru milli búsetu og námsframmistöðu þegar þjóðfélagsstaða nemenda hefur verið tekin með í reikninginn samkvæmt fjölbreytuaðhvarfsgreiningum. Þó voru dæmi um að þjóðfélagsstaða skýri ekki búsetumuninn. Búsetusamanburður stjórnsýslu menntamála, sem gerður er í þágu markmiða um framfarir í menntun, gerir ekki ráð fyrir mismunandi þjóðfélagsstöðu nemenda og nærir þannig þjóðarímyndun um vanmáttugt skólastarf á landsbyggðunum.

Highlights

  • Hún hefur það hlutverk að semja og leggja fyrir samræmd próf ásamt því að safna, greina og birta upplýsingar um menntamál og meta árangur af skólastarfi

  • Danska Raungreinar Samfélagsgreinar prófanefndar, að það væri „mjög varasamt að alhæfa út frá niðurstöðunum“, sérstaklega þegar kæmi að muninum milli landsvæða (Menntamálaráðuneytið, 1977–1984)

  • Greining hjá Fan og Chen (1999) á tengslum búsetu í bandarísku dreifbýli, í úthverfum og í borgarkjörnum við einkunnir nemenda á unglingastigi í stærðfræði, lestri, náttúruvísindum og félagsgreinum leiddi í ljós að þegar tekið hafði verið tillit til þjóðfélagsstöðu nemenda var ekki marktækur munur milli svæða

Read more

Summary

HIN SLAKA STAÐA MENNTAMÁLA Á LANDSBYGGÐINNI

Um langt árabil hafa yfirvöld menntamála dregið upp mynd af slökum námsárangri nemenda á landsbyggðinni samanborið við höfuðborgarsvæðið. Ekki hefur verið litið til ólíkrar þjóðfélagsstöðu nemenda eða annarra einkenna svæða við slíkan samanburð (Jóhann Gísli Geirdal Gíslason, 2015). Lýsingar hinnar miðlægu stjórnsýslu á mun á námsárangri eftir búsetu eru að minnsta kosti jafn gamlar skipulegri dreifingu skýrslna til skóla og fræðslustjóra um niðurstöður samræmdra prófa í efsta bekk grunnskóla, sem frá árinu 1977 voru lögð fyrir alla. Hér verður samband þjóðfélagsstöðu og búsetu nemenda til umfjöllunar og réttmæti lýsinga stjórnsýslu menntamála á lakari námsárangri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu krufið til mergjar. Halldórsson og Vettenrata, 2018) hafa greint búsetumun með svipuðum hætti og hér er gert og frammistaða á PISA 2012 í tveimur kjördæmum hefur verið borin saman að teknu tilliti til þjóðfélagsstöðu (Jóhann Gísli Geirdal Gíslason, 2015). Hagnýtt gildi rannsóknarinnar er að vekja athygli á þeirri neikvæðu mynd sem lýsingar stjórnsýslu menntamála á búsetumun á námsárangri kunna að hafa alið af sér. Í síðasta kaflanum eru niðurstöðurnar ræddar og tekið saman hvað má álykta út frá þessari rannsókn

BÚSETUMUNUR OG STJÓRNSÝSLA MENNTAMÁLA
Danska Raungreinar Samfélagsgreinar
LANDSBYGGÐIN OG MÓTUN FÉLAGSVERULEIKANS
RANNSÓKNIR Á MIKILVÆGI BÚSETU FYRIR NÁMSÁRANGUR UNGLINGA
Stærðfræðilæsi Náttúruvísindalæsi Lesskil ningur
Findings
Frumbreytur í líkani
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call