Abstract
Tilgangur greinarinnar er að skoða samsetningu endurskoðunarnefnda m.t.t. markvirkni. Áhersla er lögð á að skoða fjölbreytni, sérfræðiþekkingu og óhæði nefndarmanna. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á endurskoðunarnefndum á Íslandi sem miða að því að skoða þætti eins og samsetningu nefnda m.t.t. markvirkni endurskoðunarnefnda. Þar af leiðandi voru þrjár tilgátur settar fram til þess að meta hversu líklegt er að endurskoðunarnefndir íslenskra fyrirtækja séu markvirkar. Tilgáturnar miða að því að skoða samsetningu (e. composition) endurskoðunarnefnda á Íslandi með tilliti til markvirkni þeirra. Samsetning er ein þriggja vídda sem verða að vera til staðar til að markvirkni náist. Bornar eru saman tvær kannanir, annars vegar frá 2012 og hins vegar frá 2016. Framkvæmd kannananna 2012 og 2016 er með sambærilegum hætti og skapast því góður grunnur fyrir samanburð. Einnig er skoðað hvort einhver munur sé á niðurstöðum úr hvorri rannsókn fyrir sig og samanburður er gerður. Tilgangur endurskoðunarnefnda er að tryggja að gæði og áreiðanleiki fjárhagsskýrslna og fjárhagsupplýsinga sé sem mestur, hvort sem um er að ræða skýrslur til stjórnenda félagsins eða til hagsmunaaðila utan félagsins. Tilvist endurskoðunarnefnda tengist því beint góðum stjórnarháttum. Umgjörð og fyrirkomulag endurskoðunarnefnda hefur mikið að segja um hvort þessum tilgangi verði náð eða ekki. Í lögum um ársreikninga nr. 3/2006 er kveðið á um að stjórn viðkomandi einingar sem tengist almannahagsmunum skipi nefndarmenn í endurskoðunarnefnd. Skipunarferli er því mjög mikilvægt og er hluti af góðum stjórnarháttum. Endurskoðunarnefnd fer með hluta af þeim verkefnum sem stjórn hafði áður á sínu borði og tengist því beint góðum stjórnarháttum í fyrirtækjum í gegnum verkefni stjórnar. Kannanirnar 2012 og 2016 voru gerðar meðal stærstu fyrirtækja og stofnana landsins sem falla undir skilgreininguna „einingar tengdar almannahagsmunum”, sbr. lög nr. 79/2008 um endurskoðendur. Rannsóknin bendir til þess að fjölbreytni og sérfræðiþekking hvað varðar samsetningu endurskoðunarnefnda á Íslandi sé viðundandi. Hins vegar er misræmi í niðurstöðum rannsóknarinnar þegar kemur að því að meta óhæði nefndarmanna. Engu að síður má álykta að samsetning endurskoðunarnefnda á Íslandi stuðli að markvirkara starfi þeirra. Samsetning er einn af þremur þáttum er stuðla að markvirkni. Þetta er grundvallaratriði í að skipuleggja og byggja upp starf endurskoðunarnefnda í eftirlitskerfi góðra stjórnarhátta út frá umboðskenningunni.
Highlights
In the Annual Accounts Act, no. 3/2006, it is required for certain legal entities, public interest entities, to establish an audit committee
Three hypotheses are stated: 1) Structure of audit committee’s is diversity, 2) board members have relevant expertise knowledge and 3) the majority of the audit committee are independent from the entity
The survey is done among the leading companies and institutions of Iceland
Summary
Samsetning endurskoðunarnefnda er að verða eitt af mikilvægustu atriðum til að tryggja markvirkni (e. effectiveness). Samsetning endurskoðunarnefnda er að verða eitt af mikilvægustu atriðum til að tryggja markvirkni Af þessu leiðir að val stjórnar á nefndarmönnum er eitt af grundvallaratriðum til að endurskoðunarnefndir geti sinnt hlutverki sínu. Endurskoðunarnefnd er að þróast meira yfir í að vera fagnefnd, þar sem samsetning hennar byggir m.a. á fjölbreytileika, sérfræðiþekkingu og óhæði til að tryggja markvirkni nefndarinnar. Samsetning endurskoðunarnefnda er orðið eitt af grunvallaratriðum er tengist góðum stjórnarháttum. Til að geta sinnt hlutverki sínu er val nefndarmanna og samsetning endurskoðunarnefnda orðið grundvallaratriði í góðum stjórnarháttum fyrirtækja. Í grein frá 2002 kemur fram að samsetning sé ein af þremur grunnþáttum sem leiða til þess að markvirkni náist (DeZoort, Hermanson, Archambeault og Reed, 2002a). Skoðaðar verða bakgrunnsbreytur nefndarmanna sem hafa verið valdir í endurskoðunarnefndir og settar í samhengi við fjölbreytileika varðandi góða stjórnarhætti. Þessu til viðbótar getur umfjöllunin komið að góðu gagni við endurskoðun á lögum og reglugerðum um þessi efnisatriði
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.