Abstract

Þessi grein fjallar um þróun tónlistarlífs á Íslandi á undanförnum árum. Margir íslenskir tónlistarmenn hafa átt velgengi að fagna og skapað sér nafn á alþjóðlegum markaði. Stjórnvöld hafa stutt við þróunina á ýmsan hátt og þau hafa mikil áhrif á tónlistarlífið. Umsvifin í greininni benda til að þróunin undanfarin ár hafi ýtt undir myndun klasa í tónlist á Íslandi. Markmiðið með þessari grein er að rannsaka þróun tónlistarlífs á Íslandi út frá kenningum um klasa og samkeppnishæfni. Einnig er þróunin á Íslandi borin saman við þekkta tónlistarklasa erlendis. Byggt er á raundæmisrannsókn þar sem spurt er að hvaða marki megi líta á tónlist á Íslandi sem klasa og ef svo er á hvaða stigi klasaþróunar íslenskur tónlistarklasi kunni að vera. Einnig er spurt um hvaða áskoranir tónlistarklasinn kunni að standa frammi fyrir. Niðurstöður gefa til kynna skýrar vísbendingar um tónlistarklasa á Íslandi og að klasinn sé að færast af mótunarstigi yfir á þróunarstig. Í niðurstöðum felst hagnýtt gildi því varpað er ljósi á atriði og aðstæður sem geta ýtt undir frekari uppbyggingu á sterkum tónlistarklasa á Íslandi. Samhliða er tónlistarklasinn dæmi um klasa í litlu fámennu landi og niðurstöðurnar framlag til þekkingar á klasa í slíkum aðstæðum.

Highlights

  • Music as part of creative industries in Iceland has been on a positive growth path

  • Í skýrslunni „Skapandi greinar sýn til framtíðar“ sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið árið 2012 kemur fram að í fjárlögum árið 2012 hafi heildarframlög til skapandi greina verið 7095 milljónir en af þeim framlögum hafi 15,1% runnið til tónlistarlífsins

  • Hér má nefna þá sem skapa skilyrði fyrir tónlistarflutning til tónlistarverðlauna, aðila sem koma að skipulagningu tónleika og tónlistarhátíða, auk þeirra sem hafa atvinnu af því að fjalla um tónlist og tónlistarviðburði á faglegan hátt

Read more

Summary

Inngangur

Á síðustu árum hefur íslenskt tónlistarfólk vakið eftirtekt í alþjóðlegu tónlistarlífi. Ein af þeim áskorunum er hvernig megi styðja við og byggja upp enn betra menntakerfi í tónlist á Íslandi, sem svo skili tónlistarlífinu vel menntuðum og hæfum tónlistarmönnum á næstu árum (Freyja Gunnlaugsdóttir, 2015). Erlendar rannsóknir hafa þannig gefið tilefni til að beita þeirri nálgun að skoða tónlist á Íslandi út frá sjónarhorni klasa Leiðarljós höfunda við rannsóknina er að með klasanálgun og hagnýtingu klasafræða megi varpa ljósi á stöðu íslenskrar tónlistar og hvernig megi ýta undir frekari þróun klasa og vöxt í tónlist á Íslandi. Í þessari grein eru þessi viðfangsefni tónlistargeirans tekin til skoðunar út frá klasanálgun. Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi: 1) Hvernig má skoða tónlist á Íslandi sem klasa? Einnig er nánar fjallað um hvaða áskoranir klasinn stendur frammi fyrir og hvað geti verið til ráða í frekari þróun hans. Fyrst er gerð grein fyrir nálgun Porters og fjallað nánar um hana í samhengi við aðrar klasakenningar, ekki síst í tengslum við tónlistarklasa

Klasafræði og klasar á sviði tónlistar
Klasanálgun Porters
Klasar í listgreinum og tónlist
Rannsóknaraðferð
Vísir að tónlistarklasa á Íslandi
Forsendur fyrir klasa í tónlist á Íslandi
Kortlagning tónlistarklasans
Staða tónlistarklasans úr frá þróunarskeiðum klasa
Greining á aðstæðum klasans og viðfangsefnum
Einkenni og áskoranir tónlistarklasans
Hvernig má skoða tónlist á Íslandi sem klasa?
Hvernig hefur klasinn þróast?
Hver eru brýnustu viðfangsefni klasans?
Lokaorð
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.