Abstract

Skipulag heilbrigðisþjónustu er meðal erfiðustu viðfangsefna stjórnvalda. Líkt og aðrar þjóðir sem reka félagslegt heilbrigðiskerfi standa Íslendingar frammi fyrir spurningunni um hvert eigi að vera hlutverk einkarekstrar innan heilsugæslunnar. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt: að bera saman einkarekstur og ríkisrekstur 17 heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og greina ánægjukannanir þeim tengdar. Við upphaf Íslandsbyggðar verður til lögbundin samhjálp þar sem kveðið er á um skyldur samfélagsins við þá sem þarfnast hjálpar og með lögum um heilbrigðisþjónustu árið 1973 féll íslenska heilbrigðiskerfið undir norræna velferðarsamfélagið með jöfnu aðgengi og þéttu öryggisneti. Rannsóknin sýnir að einkareknu heilsugæslustöðvarnar voru með lágan kostnað á hverja verkeiningu en þó ekki þann lægsta. Fjórar til sjö ríkisreknar stöðvar voru með lægri kostnað á hvern skráðan einstakling en þær einkareknu. Kostnaður á hverja stöðu læknis var hæstur hjá annarri einkareknu stöðinni. Þjónustukannanir sýndu að enginn munur var á ánægju með gæði þjónustu milli þessara tveggja ólíku rekstrarforma. Þá ályktun má draga af þessari rannsókn að ekki sé hægt að fullyrða að einkarekstur í heilsugæslu bæti meðferð opinbers fjár eða auki gæði þjónustunnar.

Highlights

  • Skoðanaágreiningur er um hlutverk ríkisins varðandi rekstur heilsugæslunnar á Íslandi og hefur umræða átt sér stað um mikilvægi þess að breyta rekstarfyrirkomulagi hennar

  • Like other countries that run socialized health care systems, Icelanders face the question of the role of private enterprise in health care

  • By the Health Care Act in 1973, the Icelandic health care system fell under the Nordic welfare society with equal access and a tight safety net

Read more

Summary

Einkarekstur eða ríkisrekstur heilsugæslu

Bakgrunnur þessarar rannsóknar er að grunnur heilbrigðisþjónustu er jafn aðgangur allra að velferðarþjónustu (e. equity in health care) óháð tekjum, búsetu, eða þjóðfélags­ stöðu. Einstaklingar, sem eru betur settir og við betri heilsu, virðast fá meiri þjónustu og koma oftar til læknis en fyrir skipulags­ breytinguna (Riksrevisionen 2014). Ólíkt Norðmönnum þar sem heimilislæknar eru ábyrgir fyrir rekstri læknastofa er einkarekin heilsugæsla í Svíþjóð oftast á höndum fyrirtækja með flókna uppbygg­ ingu sem byggja á skattahagræði (Dahlgren 2014). Þetta hefur verið á kostnað jaðarsvæða og félags- og efnahagslega verr settra samfélaga þar sem fleiri skjól­ stæðingar eru skráðir á hvern lækni (Riksrevisonen 2014). Áhöld eru um hvort einka­ rekstur feli í sér minni kostnað, því hætta er á að gæði þjónustu verði lakari þegar starf­ semi stöðva fer að taka of mikið mið af því að fjölga komum sjúklinga til að hámarka tekjur stöðvarinnar. Þetta er þróun sem hófst á Íslandi þegar á áttunda áratug síðustu aldar í kjölfar setningu laganna um heilbrigðisþjónustu árið 1973. Samkvæmt íslenskri rannsókn hefur þetta greiðslufyrirkomulag, það er, umbun fyrir hvert viðvik, einnig áhrif á verklag og vinnuframlag lækna á Íslandi (Una Jónsdóttir & Tinna Laufey Ásgeirsdóttir 2013)

Markmið rannsóknar og rannsóknarspurningar
Aðferðir og efniviður
Niðurstöður
Umræða
Lokaorð
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call