Abstract

Einelti er vandamál á íslenskum vinnustöðum og reynist mörgum stjórnendum erfitt viðfangs. Markmið þeirrar rannsóknar sem hér segir frá var að greina hvað einkennir þau eineltismál sem kvartað hefur verið undan til Vinnueftirlitsins á árunum 2004–2015. Athugað var í kvörtununum hvað einkennir upplifun þolenda af einelti, hverjir voru gerendur, hvað einkenndi vinnustaði þar sem mál koma upp og hverjar voru afleiðingar eineltis fyrir líðan og heilsu þolenda. Þessar upplýsingar voru flokkaðar eftir því hvort þær bárust úr einkageiranum eða opinbera geiranum. Niðurstöður gáfu til kynna að þegar þolandi leggur fram kvörtun til Vinnueftirlitsins vegna eineltis höfðu málin oft viðgengist í langan tíma. Þolendur fundu margir hverjir fyrir áhrifum á heilsu sína og líðan, og leiddu þau jafnvel til langrar veikindafjarveru. Talsvert var um að þolendur upplifðu að ekkert hafði verið aðhafst á vinnustað í kjölfar kvörtunar. Þó nokkuð var um að þolendum hafði verið sagt upp í kjölfar eineltis á vinnustað. Einnig kom fram að yfirmenn voru tilgreindir gerendur í yfirgnæfandi meirihluta tilvika. Áríðandi er að vinna kerfisbundið að því að útrýma einelti á vinnustöðum með aukinni fræðslu í samfélaginu um áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi og um markvissar úrbætur til að auka öryggi starfsfólks. Sú fræðsla þarf að ná til stjórnenda vinnustaða sem bera ábyrgð á öryggi og heilsu starfsfólks.

Highlights

  • Bullying is a problem in Icelandic workplaces and a challenging task for many managers

  • Þolendur eru því oft fólk sem almennt stendur höllum fæti og gerir það þörfina fyrir varnir gegn einelti enn brýnni (Tsuno o.fl., 2015)

  • Þegar upp komu atriði sem ekki var samhljómur um við greiningu athuguðu báðir rannsakendur málið og krufðu þar til samhljómur náðist um túlkun

Read more

Summary

Inngangur

Umræða um einelti á vinnustöðum hefur eflst á undanförnum árum. Afleiðingar slíks eineltis geta verið verulegar fyrir starfsfólk, sem og fyrir viðgang vinnustaða. Árið 2004 var sett reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum 1000/2004) og árið 2015 var hún felld úr gildi með endurskoðaðri reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum Með þessu er sú ábyrgð lögð á hendur stjórnendum að meta áhættuþætti sem geta stuðlað að einelti á vinnustað, að skipuleggja forvarnir, sem fela meðal annars í sér góð samskipti og gagnkvæma virðingu starfsfólks, og að grípa inn í eineltismál og leiða þau til farsælla lykta. Markmið þessarar rannsóknar er að greina þær kvartanir um einelti sem bárust meðan reglugerðin var í gildi. Mikilvægt er að rannsaka þessar kvartanir þar sem þær gefa vitneskju um hvernig einelti birtist á íslenskum vinnumarkaði og um afleiðingar þess fyrir starfsfólk og fyrir vinnustaði. Þessi rannsókn varpar ljósi á bæði gerendur og þolendur í þeim eineltismálum sem lýst var í kvörtunum til Vinnueftirlitsins á hinum tiltekna tíma

Skilgreining á einelti í vinnu
Stjórnun vinnuumhverfis og einelti í vinnu
Algengi eineltis í vinnu
Afleiðingar eineltis í vinnu
Aðkoma Vinnueftirlitsins í eineltismálum
Aðferðir
Bakgrunnur þolenda
Bakgrunnur gerenda
Meðferð eineltismála innan vinnustaðar
Líðan og heilsa þolenda
Umræða
Lokaorð
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call