Abstract
Í þessari grein er fjallað um þær áherslur, hugmyndir og aðgerðir sem miðað hafa að því að efla sveitarstjórnarstigið á Íslandi, frá miðri 20. öldinni til dagsins í dag. Fjallað er um hugmyndir, greinaskrif, lagasetningar, átaksverkefni um eflingu sveitarfélaga með fækkun þeirra og stækkun og annað sem telja má hafa verið hluti af þeirri viðleitni að efla sveitarstjórnarstigið á Íslandi á þessu tímabili. Jafnframt er reynt að meta hvernig þróun til eflingar sveitarfélaga á Íslandi fellur að greiningarramma ítalska stjórnmálafræðingsins Bruno Dente um það hvernig ríki hafa reynt að lögmæta ríkisvaldið með því að laga það að þjóðfélagsþróuninni með endurskoðunar- og umbreytingarferlum m.a. á neðri stjórnstigum. Upphaf hugmynda sem lotið hafa að því að efla sveitarstjórnarstigið á því tímabili sem skoðað var má rekja til greinar Jónasar Guðmundssonar sem birtist 1943 í tímaritinu Sveitarstjórnarmál. Síðan þá hafa ný Sveitarstjórnarlög verið samþykkt á Alþingi árin 1961, 1986 og 2011. Einu sinni hafa verið sett sérstök lög um sameiningu sveitarfélaga, árið 1970. Þá hefur tvívegis verið efnt til átaksverkefna með því að efna til víðtækra kosninga um sameiningu sveitarfélaga; fyrra skiptið árið 1993 og í það síðara árið 2005. Tvívegis hafa stórir málaflokkar verið fluttir úr umsjá ríkis til sveitarfélaga; grunnskólinn frá 1996 og málefni fatlaðra frá 2011. Meginniðurstaðan varðandi greiningarramma Dente um umbreytingar á sveitarstjórnarstigi er sú að finna má aðgerðum, hugmyndum og áherslum á Íslandi víða stað í greiningarramma Dente. Sameiningar og verkefnaflutningurfrá ríki tilsveitarfélaga hafa þar lengst af verið meginstefið. Efling sveitarfélaga með innri breytingum er nokkuð sem fyrst og fremst hefur komið til eftir síðustu aldamót og þá einkanlega í formi lýðræðisumbóta.
Highlights
Efling sveitarstjórnarstigsins á Íslandi er mál sem segja má að hafi komist smám saman á dagskrá bæði með fjölgun sveitarfélaga og þéttbýlismyndunar í landinu allt fram á miðja 20. öldina
This article deals with mapping ideas, policy programs and policy implementations that have aimed at reinforcing the municipal level in Iceland in the post-war period
This is analysed according to the analytical framework presented by the Italian political scientist, Bruno Dente, in 1988
Summary
Efling sveitarstjórnarstigsins á Íslandi er mál sem segja má að hafi komist smám saman á dagskrá bæði með fjölgun sveitarfélaga og þéttbýlismyndunar í landinu allt fram á miðja 20. öldina. Um leið er það vísbending um að þau markmið sem sett voru með sameiningarátakinu 1991-1993 og því átaki sem í gangi var 2003-2005 hafi ekki náðst, þrátt fyrir talsverða fækkun sveitarfélaga í kjölfarið.
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.