Abstract

Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða áhrif þjálfunar á orðaforða barns á þriðja ári, sem seint var til máls. Einn þátttakandi var í rannsókninni. Við upphaf rannsóknarinnar var hann 30 mánaða, notaði rúmlega 160 orð og var ekki farinn að tengja saman orð í setningar. Þátttakandinn var valinn af hentugleika. Þjálfunin var byggð á fyrirlögn fyrir fram ákveðinna markorða sem þjálfuð voru bæði á fjölbreyttan hátt og með ákefð. Einnig voru valin samanburðarorð sem ekki voru þjálfuð. Þjálfunin fór fram tvisvar í viku í leikskóla barnsins og voru þjálfunartímar 14 talsins. Niðurstöður leiddu í ljós að almennur orðaforði barnsins, sem mældur var með staðlaða málþroskaprófinu Orðaskil, jókst yfir þjálfunartímabilið umfram það sem vænta mátti vegna almenns þroska. Mælingar sýndu að barnið notaði markorðin meira en samanburðarorðin, bæði heima og í þjálfunartímum, og að notkun á orðunum jókst eftir því sem leið á þjálfunina. Sú aukning sem varð á orðaforða barnsins hélst mánuði eftir að íhlutun lauk. Mikilvægt er að bera kennsl á seinkun í málþroska eins snemma og kostur er. Þegar búið er að bera kennsl á barn sem seint er til máls þarf í framhaldi að veita því viðeigandi örvun eða íhlutun, en þessi rannsókn bendir til að slík þjálfun geti haft góð áhrif. Sambærileg rannsókn hefur ekki verið gerð áður á Íslandi.

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.