Abstract

Mikilvægt er fyrir framtíð lýðræðissamfélaga að hlúa strax í æsku að borgaravitund barna og ungmenna, bæði góðum gildum og þátttöku í samfélaginu. Í þessari tilviksrannsókn var skoðað hvernig borgaravitund tveggja ungmenna endurspeglar uppeldissýn foreldra þeirra og gefa meginniðurstöður hennar til kynna skýra samsvörun þar á milli. Veganesti foreldranna var áhersla á náin samskipti sem einkenndust af umhyggju og stuðningi, djúpar samræður og gildismat þar sem vægi virðingar, skilnings, velferðar samborgara og samfélagsábyrgðar var mikið. Þá nefndu bæði foreldrarnir og ungmennin mikilvægi nokkurra óformlegra borgaralegra viðmiða, eins og að fylgja lögum, vera vinnusamur og koma vel fram við aðra. Gildi rannsóknarinnar liggur í vísbendingum um að foreldrar gegni mikilvægu hlutverki við að efla borgaravitund barna sinna. Til að styðja við borgaravitund ungmenna þurfa foreldrar að setja það í forgang í uppeldinu að rækta góð samskipti, hlúa að gildismati og gefa samræðu þar sem rædd eru ólík sjónarmið og lausnir fundnar aukið vægi.

Highlights

  • Niðurstöðurnar eru framlag til rannsókna á borgaravitund ungmenna, með því að auka skilning á hlutverki foreldra í að hlúa að borgaravitund barna sinna

  • Á unglingsárum standa einstaklingar frammi fyrir margvíslegum verkefnum og ákvörðunum sem geta skipt máli fyrir framtíðina

  • Þá hafa ungmenni sem upplifa mikinn stuðning og hvatningu foreldra sinna jákvæðara viðhorf til virkrar borgaralegrar þátttöku fólks, einkum félagslegrar þátttöku, en þau sem gera það ekki (Ragný Þóra Guðjohnsen og Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2016, 2017)

Read more

Summary

BORGARAVITUND UNGMENNA SKOÐUÐ Í LJÓSI UPPELDISSÝNAR FORELDRA ÞEIRRA

Mikilvægt er fyrir framtíð lýðræðissamfélaga að hlúa strax í æsku að borgaravitund barna og ungmenna, bæði góðum gildum og þátttöku í samfélaginu. Í þessari tilviksrannsókn var skoðað hvernig borgaravitund tveggja ungmenna endurspeglar uppeldissýn foreldra þeirra og gefa meginniðurstöður hennar til kynna skýra samsvörun þar á milli. Til að styðja við borgaravitund ungmenna þurfa foreldrar að setja það í forgang í uppeldinu að rækta góð samskipti, hlúa að gildismati og gefa samræðu þar sem rædd eru ólík sjónarmið og lausnir fundnar aukið vægi. Með rannsókninni er vonast til að auka þekkingu á því hvernig og að hvaða marki borgaravitund ungmenna endurspeglar uppeldissýn foreldra þeirra. Niðurstöðurnar eru framlag til rannsókna á borgaravitund ungmenna, með því að auka skilning á hlutverki foreldra í að hlúa að borgaravitund barna sinna

FRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR
Sýn ungmennis Góður borgari
Sýn Elvu og foreldra hennar
Sýn Þórhalls og foreldra hans
Borgaraleg ábyrgð þróast í foreldrahúsum
Mikilvægi samræðu við þróun borgaravitundar
Áhersla á að hlúa að velferð samborgara
SAMANTEKT OG LOKAORÐ
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call