Abstract

Starf ráðuneyta snertir alla landsmenn og sérfræðingar í ráðuneytum gegna mikilvægum skyldum gagnvart ráðherra og í verkefnum ráðuneyta. Nýlegar rannsóknir gefa vísbendingar um óánægju meðal starfsfólks ráðuneyta hér á landi og að þar þurfi að huga betur að stjórnun, samskiptum, vinnuskilyrðum og álagi í starfi. Undanfarin ár hefur verið unnið að breytingum og umbótum innan stjórnsýslunnar en fyrir liggur takmörkuð þekking um reynslu sérfræðinga í starfi. Þess vegna er mikilvægt að skoða reynslu sérfræðinga í ráðuneytum sem starfa undir miklu álagi og kröfum til að auka skilning á því hvaða þættir tengjast starfsánægju þeirra. Tekin voru djúpviðtöl við sérfræðinga með langa starfsreynslu. Viðtöl voru greind og túlkuð samkvæmt fyrirbærafræðilegri aðferðafræði. Fjögur þemu spruttu upp úr gögnunum: 1) Besta umbunin er að sjá eitthvað lifna, 2) Það tekur töluvert á að hafa stjórnlyndan yfirmann, 3) Það eru kröfur, ofboðslegar kröfur á okkur, alltaf meiri og meiri kröfur, og 4) Fá oft ekki að blómstra. Helstu niðurstöður sýna að þrátt fyrir að vinna undir miklu álagi og tímapressu hafa sérfræðingarnir ástríðu fyrir starfinu og brennandi áhuga á að láta gott af sér leiða fyrir land og þjóð. Þeir upplifa oft vantraust og skipulagsleysi, þekking þeirra nýtist oft ekki sem skyldi og þeir ná þess vegna ekki að blómstra í starfi. Rannsóknin veitir nýja sýn í störf sérfræðinga í ráðuneytum. Niðurstöðurnar gefa til kynna að bæta þurfi skipulag og stjórnun innan ráðuneytanna með áherslu á aukinn stuðning við starfsmenn og að efla enn frekar innri starfshvöt og ábyrgðarskyldu.

Highlights

  • 3),There are demands, huge demands on us, always higher and higher demands“ and 4) Not often able to flourish

  • Main findings show that despite working under high demands and time pressure, the experts have passion for their work and motivation to contribute to society, but they often experience lack of trust and structure, their knowledge is inadequately used and they often do not flourish at work

  • This research provides new insight into the work of experts in ministries. Findings indicate that their job satisfaction could be enhanced with public service motivation as well as managerial servant leadership with emphasis on intrinsic motivation and accountability

Read more

Summary

Inngangur

Starfsánægja er grundvöllur góðrar líðan á vinnustað, hvetur starfsfólk í starfi og hefur jákvæð áhrif á vinnustaðinn í heild (Locke, 1969). Nýlegar rannsóknir um stofnun ársins hér á landi gefa vísbendingar um mikið álag í starfi og benda til óánægju meðal starfsfólks ráðuneyta og að þar þurfi að huga betur að þáttum eins og stjórnun, samskiptum, vinnuskilyrðum og álagi í starfi (SFR 2018; 2017). Í ljósi þess hve störf sérfræðinga í ráðuneytum eru mikilvæg og vegna vaxandi álags í starfi er mikilvægt að skoða hvernig það er í raun fyrir sérfræðinga að starfa í ráðuneytum. Markmið rannsóknarinnar er að öðlast skilning á því hvernig það er fyrir sérfræðinga að starfa í ráðuneytum hér á landi þar sem ríkja miklar kröfur og álag til að varpa ljósi á upplifun þeirra á ánægju í starfi og auka skilning á því hvaða þættir tengjast starfsánægju þeirra svo sem samskiptaferli, ákvarðanataka, ábyrgð, hvatning og umbun. Því næst er aðferðafræði rannsóknar lýst og þar á eftir koma niðurstöður, umræður og lokaorð

Verkefni og ábyrgð ráðuneyta
Starfsánægja og hvetjandi þættir
Hvöt til almannaþjónustu
Álag í starfi
Forysta sem styður starfsfólk og þjónandi forysta
Aðferðafræði
Niðurstöður
Fá oft ekki að blómstra
Umræður
Tillögur
Lokaorð
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.