Abstract

Fjölgun erlendra kvenna hérlendis kallar á endurskoðun á skipulagi, stjórnun og samskiptum í barneignarþjónustu. Fáar rannsóknir eru til hér á landi um það hvernig heilbrigðiskerfið hlúir að útlendingum búsettum á Íslandi. Erlendar rannsóknir gefa til kynna að ekki sé tekið nægjanlegt tillit til menningarbundinna viðhorfa, t.a.m. í samræmi jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf, hefðir og væntingar erlendra kvenna til barneignarferlisins ásamt reynslu þeirra af barneignarferlinu og barneignarþjónustunni hér á landi. Markmiðið var að afla þekkingar sem gæti nýst við mótun menningarhæfrar barneignarþjónustu fyrir erlendar barnshafandi konur. Rannsóknin var eigindleg þar sem hugtakið menningarhæfni og hugmyndafræði þjónandi forystu voru lögð til grundvallar með viðtölum við sjö erlendar konur, fyrir og eftir fæðingu barna þeirra hér á landi. Niðurstöður rannsóknarinnar endurspeglast í þremur þemum sem snerta þarfir, væntingar og reynslu erlendra kvenna af barneignarþjónustu hér á landi: Skortur á félagslegum stuðningi; Viðmót starfsfólks; tjáskipti og traust; Fræðsla og árekstrar við kerfið. Þemun vísa til fjölbreyttra samskipta við umönnunaraðila og reynslu af þjónustunni. Almenn ánægja var með viðmót fagfólks en vísbendingar voru um að bæta megi fræðslu og upplýsingagjöf, túlkaþjónustu og stuðning. Samfelld ljósmæðraþjónusta og þjónandi forysta virðist henta vel og vera vænleg leið til að efla menningarhæfa barneignarþjónustu. Framtíðarverkefni innan barnseignarþjónustunnar eru samskipti sem efla heilsulæsi og sjálfstraust kvenna sem eru af erlendu bergi brotnar. Niðurstöður samræmast erlendum rannsóknum og eru mikilvægt framlag til þekkingarþróunar á þverfræðilegum grunni fyrir skipulag menningarhæfrar barneignarþjónustu sem nýtist heilbrigðis- og velferðarþjónustu.

Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.