Abstract

Eftir íslenska bankahrunið þykir ljóst að meginstoðir fjarmala- og efnahagskerfisins voru á veikum grunni reistar. Stofnanir jafnt sem einstaklingar brugðust og kerfið í heild stóðst ekki þær kröfur sem gerðar voru til þess. Hér verður farið yfir hverjir eru haghafar bankakerfisins sem knúðir eru áfram af ólíkum hagsmunum og hvötum. Þá er spurt hvaða veikleika megi finna meðal þeirra meginhvata sem eru byggingarefni hins íslenska efnahags- og fjármálakerfis. Niðurstaðan er sú að brotalamir má finna á öllum helstu stoðum kerfisins sem fjárfestar reiða sig á, svo sem í dómskerfi, skilvirkni markaða, hvatakerfum bankastofnana, og stjórnarháttum fyrirtækja. Valdhafar landsins verða að lagfæra þessar brotalamir hið fyrsta svo að íslenskt efnahagslíf og íslenskur fjármálamarkaður geti talist frjór jarðvegur fyrir fjárfesta að yrkja.

Highlights

  • In the aftermath of the failure of the Icelandic financial sector, embedded flaws of all the main pillars of the Icelandic economic system became evident

  • Þá verður fjallað um hvernig stemma má stigu við því að áhættufælnum fjárfestum, svo sem innstæðueigendum, sé misboðið með áhættusækni hluthafa bankastofnana sem fá peninga þeirra að láni

  • Moersch (Ritstj.), Competition and Convergence in Financial Markets – The German and Anglo-­‐‐American Models

Read more

Summary

Inngangur

Eftir uppgjör rannsóknarnefndar Alþingis þykir mörgum sýnt að helstu leiðtogar viðskipta-­‐‐ lífsins, og sérstaklega bankakerfisins, hafi í besta falli brugðist og kunni í versta falli að vera sekir um lögbrot. Hönnun á kerfi er slök hér; stofnanaumhverfi, lagaramminn, eftirfylgni með lögum og reglum, sem einkum leiðir til þess að einstaklingar, bona fide, valda öðrum tjóni þegar þeir leitast við að hámarka eigin hag eða vinnuveitenda sinna. Hér verður lögð fram kortlagning á þeim hvötum sem drífa helstu haghafa bankakerfisins áfram. Bent er á helstu brotalamir á skilvirkni þess hvatakerfis sem er til staðar í íslensku viðskiptalífi en einnig lagðar fram tillögur til að hefja umræðu sem leiðir til lausna á þeim vandamálum. Þá verður fjallað um hvernig stemma má stigu við því að áhættufælnum fjárfestum, svo sem innstæðueigendum, sé misboðið með áhættusækni hluthafa bankastofnana sem fá peninga þeirra að láni. Einnig verður fjallað um æskilega launauppbyggingu bankamanna og forstjóra fjármálafyrirtækja sem leið til að stemma stigu við eða draga úr áhættufælni þeirra, eftir því sem við á. Þá er bent á brotalamir á hinu íslenska dómskerfi sem og mikilvægi þess að endurreisa hér hlutabréfa-­‐‐ og skuldabréfamarkað

Hagsmunir haghafa bankakerfisins – ólík áhættusækni
Styrkingarskilmálar – hvað hefur áhrif á hegðun stjórnenda?
Hlutverk og skilvirkni stjórna
Agi markaðarins
Skattaafsláttur til minni hluthafa – skattur á fyrirtækjasamsteypur
Hvatakerfi – hlutdeild í hagnaði
Findings
Lokaorð
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.