Abstract
Þrátt fyrir að Ísland taki ekki á móti flóttafólki í jafn ríkum mæli og aðrar Evrópuþjóðir fer ungu flóttafólki hérlendis engu að síður fjölgandi í kjölfar alþjóðlegra og þvingaðra fólksflutninga. Á sama tíma má greina átakameiri umræðu um gildi fjölmenningar í aðlögun innflytjenda. Rannsóknir er varða nemendur af erlendum uppruna og skóla án aðgreiningar hérlendis hafa þó ekki beinst sérstaklega að stöðu ungs flóttafólks. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvers konar menntastefna er við lýði um ungt flóttafólk á Íslandi með tilliti til menntunar og félagslegrar aðlögunar. Í anda gagnrýnna menntastefnufræða voru greind tvö opinber stefnuskjöl er snúa að móttöku og þjónustu við flóttafólk og fimm rýnihópaviðtöl við fjórtán grunn- og framhaldsskólakennara. Niðurstöður benda til að stefna um ungt flóttafólk sé takmörkuð þar sem hún beinist aðallega að jöfnum rétti einstaklinga til aðgengis frekar en að leggja áherslu á gildi og inntak menntunar. Þá endurspeglar stefnan orðræðu nýsamlögunar (e. neo-assimilation) þar sem áhersla er lögð á ábyrgð einstaklinga á eigin námi og framtíðarmöguleikum í gegnum val, virkni og íslenskufærni fremur en samþætta og samfélagslega nálgun. Orðræða kennara bar vott um aukið álag í starfi þar sem þeir „þreifa sig áfram í myrkrinu“ og fá lítinn kerfislægan stuðning. Skortur á slíkum stuðningi sem og heildarstefnumótun gerði þeim oft erfitt um vik að taka siðferðislega faglegar ákvarðanir og ögra viðteknum og stöðluðum hugmyndum um margbreytileika og menntun.
Highlights
Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að börn og ungmenni séu nú ríflega helmingur alls flóttafólks í heiminum
While there is a growing body of Icelandic research on multicultural and inclusive education the focus has yet to concern itself with refugee youth and their educational or social challenges
Multiculturalism and matters of integration are increasingly being contested as refugee youth reception and education are perceived to be in a state of crisis
Summary
1.1 Menntastefnumótun í ljósi félags-, efnahagslegra og pólitískra áhrifa og staða ungs flóttafólks á Íslandi Óhætt er að fullyrða að hugmyndafræði nýfrjálshyggju hafi sett mark sitt á stefnumótun um heim allan frá því á níunda áratug 20. aldar. Hérlendis hefur verið fjallað um áhrif nýfrjálshyggju á menntun meðal annars í tengslum við aukna áherslu á markaðshyggju og skólaval (Berglind Rós Magnúsdóttir 2013; Ólafur Páll Jónsson 2014). Áhersla á réttlæti birtist einnig í skrifum Tarozzi og Torres (2016) sem benda á að jafnréttishugtakið verði ávallt að tengja við félagslegt réttlæti ólíkra samfélagshópa annars sé hætta á að þröng og stöðluð áhersla á jafnrétti breiði yfir raunverulegt og undirliggjandi misrétti gagnvart minnihlutahópum eins og Dillabough (2016) hefur fjallað um. Í tengslum við menntun birtist þessi aðgerð meðal annars í því að veita innflytjendum og flóttafólki jafnt aðgengi að námi á forsendum þess að þau læri ríkjandi tungumál. Þeir gagnrýna bæði Bandaríkin og Evrópu fyrir að meðhöndla flóttafólk sem einangrað vandamál og líta fram hjá grundvallaratriðum á borð við orðræðu um fjölmenningu og möguleika fólks til menntunar. Megin rannsóknarspurningin er: Hvers konar menntastefna er við lýði um ungt flóttafólk á Íslandi? A) Hvernig markast hún af pólitískum og samfélagslegum áhrifum á borð við orðræðu nýsamlögunar? B) Hvernig telja kennarar að sú stefna sem er við lýði um menntun ungs flóttafólks móti starfsaðstæður þeirra og kennslu?
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.