Abstract

Markmið þessarar myndbandsrannsóknar var að meta vitsmunalega áskorun í stærðfræðikennslu á unglingastigi. Alls voru 34 kennslustundir í stærðfræði í 8. bekk í 10 skólum teknar upp og greindar ásamt 144 viðfangsefnum sem lögð voru fyrir. Greining gagna leiddi í ljós að meirihluti viðfangsefna fól í sér að beita tilteknum reikniaðferðum við úrlausn þeirra. Jafnframt virtist kennurum reynast vandasamt að viðhalda kröfum um rökhugsun í kennslustundum. Þegar nemendur unnu hver fyrir sig eftir áætlun var algengt að í aðstoð við þá drægju kennarar úr áskorun viðfangsefna með því að spyrja eingöngu lokaðra spurninga, reikna fyrir nemendur eða segja þeim svarið. Niðurstöður sýndu þó einnig dæmi þess að við lausn viðfangsefna þyrfti að beita gagnrýninni og skapandi hugsun og kennarar hvettu til samvinnu og samtals. Í þeim tilvikum, þar sem vitsmunaleg áskorun var á háu stigi, unnu nemendur í sameiningu að viðfangsefnum.

Highlights

  • Um var að ræða greiningu á viðfangsefnum eins og þau voru lögð fyrir en ekki greiningu á lausnaleiðum nemenda

  • Engu að síður var dregið úr áskorun með því að leiða nemandann í gegnum reikniaðferð með lokuðum spurningum þar sem fáir svarmöguleikar komu til greina

  • Algengasta kennsluaðferð í kennslustundum í stærðfræði var einstaklingsvinna nemenda þar sem þeir unnu einir og ekki að sömu viðfangsefnum á sama tíma og aðrir nemendur

Read more

Summary

VITSMUNALEG ÁSKORUN Í STÆRÐFRÆÐIKENNSLU Á UNGLINGASTIGI

Markmið þessarar myndbandsrannsóknar var að meta vitsmunalega áskorun í stærðfræðikennslu á unglingastigi. Stærðfræði beint sjónum að því hvernig kennarar útfæra slík viðfangsefni í kennslustundum í þeim tilgangi að nemendur þrói með sér hæfni í gagnrýninni og skapandi hugsun í stærðfræði. Leitast var við að leggja mat á gæði vitsmunalegrar áskorunar í stærðfræðikennslu á Íslandi, bæði með því að greina gæði kennslunnar út frá myndbandsupptökum af kennslustundum og með því að greina viðfangsefnin sem lögð voru fyrir nemendur. Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast aukinn skilning á þeim kröfum sem gerðar eru til nemenda í stærðfræði á unglingastigi grunnskóla út frá vitsmunalegri áskorun eins og hún birtist í kennslu og viðfangsefnum nemenda. Leitað var svara við eftirfarandi spurningu: Hvernig má lýsa faglegum kröfum sem gerðar eru til nemenda í stærðfræði á unglingastigi grunnskóla á Íslandi?

GÆÐI OG FAGLEGAR KRÖFUR Í STÆRÐFRÆÐIKENNSLU
Rannsóknir á stærðfræðikennslu á Íslandi
Skóli J Stór skóli
Greining námsgagna
Greining myndbandsgagna
Vitsmunaleg áskorun
Greining viðfangsefna
Greining vitsmunalegrar áskorunar í kennslu
Dregið úr vitsmunalegri áskorun
Nemandi bað um aðstoð við að leysa jöfnuna
Vitsmunalegri áskorun viðhaldið eða hún aukin
Af hverju gerirðu það?
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call