Abstract

Greinin fjallar annars vegar um þá miklu áherslu sem lögð er á notkun gagna í skólastarfi og hins vegar um það að þau gefi litla leiðsögn í mikilvægum efnum. Umfang og margbreytileiki gagna vex hratt og margir ólíkir heimar gagna sem tengjast menntun eru í þróun. Ljóst er að trúin á nytsemi gagna er sterk bæði hjá alþjóðastofnunum og öðrum sem stýra menntun, enda eru þau oft ómissandi. Lykilspurningin er tvíþætt: Að hvaða marki leiðbeina gögn um setningu markmiða í menntun og um hvað skuli gert í menntakerfum eða í skólastofum? Rök eru færð fyrir því að þótt þau séu nytsamleg dugi þau furðu skammt í þessum tilvikum. Sama á við um rannsóknir sem gegna samt lykilhlutverki í þróun skilnings og hugmynda. Umfjöllun um markmið menntunar ætti að vega þungt í menntun fagfólks og í umræðu um menntun og nauðsynlegt er að hafa hugfast að áhersla á gögn kann að jaðarsetja umræðu um markmið.

Highlights

  • Þessi eftirtektarverða afstaða til vaxandi hlutar gagna er nefnd hér til að kynna sýn aðila sem fjalla mikið um áhrif gagnavæðingar í nútímanum

  • Spurning er að hvaða marki sú gagnaþensla og þau áhrif sem þeir Pentland og Kallinikos lýsa hér að ofan koma menntageiranum við

  • En vegna þessara flækja allra verður hugmyndin um leiðsagnarmat fyrir bragðið ótrúlega erfið viðfangs og það kann að vera að orðalagið „mat til leiðsagnar um nám“ (e. assessment for learning) sé byggt á misskilningi, það er að það felist í raun engin eða lítil leiðsögn í sjálfu matinu önnur en sú að eitthvað þurfi að gera en ekki hvað eða hvernig

Read more

Summary

ÓVISSA UM LEIÐSAGNARGILDI GAGNA?

Þessa síðastnefndu hlið málsins, bæði með tilvísun í mótun menntamála almennt, en einnig með tilvísun í það sem fram fer í skólastofu. Sjónum er beint að gögnum sem hefur verið safnað skipulega og eru sýnileg og standast gagnrýna skoðun hvað það varðar.1) Lykilspurningin sem liggur til grundvallar er tvíþætt: Að hvaða marki leiðbeina gögn um setningu markmiða í menntun og um hvað skuli gert í menntakerfum eða í skólastofum?

MIKIÐ ER TIL AF GÖGNUM OG GAGNAMAGNIÐ VEX HRATT
JÓN TORFI JÓNASSON
TELJAST GÖGN NYTSAMLEG?
AÐ HVAÐA MARKI GETA GÖGN NÝST VIÐ MARKMIÐSSETNINGU
GERA NÆST?
RANNSÓKNIR OG GÖGN
MARKMIÐ SKÓLASTARFSINS SKIPTA MESTU MÁLI
MARKMIÐ MENNTUNAR ERU ALLT OF SJALDAN SETT Í ÖNDVEGI
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.