Abstract
Í íslenskum og erlendum samfélögum bendir margt til þess að vanvirðingar gæti gagnvart kynverund einstaklingsins og er MeToo-byltingin dæmi um viðbragð við þeim vanda. Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hugtökin virðingu og vanvirðingu í sambandi við kynheilbrigði ungs fólks og út frá rétti þess til kynheilbrigðis. Gerð var endurgreining á tveimur eigindlegum rannsóknum sem byggðust á viðtölum við unga menn. Einnig var byggt á MeToo-frásögnum af kynferðisofbeldi gagnvart unglingsstúlkum. Gögnin voru greind út frá virðingu og vanvirðingu. Niðurstöður sýna að sjálfsvirðing er ungum karlmönnum mikilvæg í jafningjahópum en einnig við kaup og notkun smokka. Þeim finnst mikilvægt að virða samþykki hins aðilans og telja virðingu vera einn af lykilþáttum góðs kynlífs. Vanvirðing ungra manna birtist í umræðu um ráðandi karlmennsku en einnig þegar samþykki fyrir samförum er hunsað. Lýsingar á nauðgun unglingsstúlkna sýna fram á mikla vanvirðingu gagnvart rétti þeirra til kynheilbrigðis. Niðurstöðurnar benda til þess að virðing sé mikilvæg fyrir vellíðan einstaklingsins sem kynveru og hið gagnstæða gildi um vanvirðingu. Fræða þarf ungt fólk um rétt þess til kynheilbrigðis og um einkennandi þætti heilbrigðs kynferðislegs sambands.
Highlights
This article is based on a secondary analysis of two Icelandic qualitative studies and two MeToo descriptions by Icelandic women
Réttur til kynheilbrigðis sem lýst hefur verið af IPPF, WAS og WHO tekur til grundvallaratriða eins og réttar til jafnréttis, einkalífs, frelsis og öryggis
Hann þarf að kunna að tjá sig á árangursríkan hátt, til dæmis um kynlíf og smokka, geta sagt hvar hann setur mörk, hvað hann vill og vill ekki
Summary
Sjálfsvirðing og virðing gagnvart öðrum eru tengd hugtök og mikilvægir grunnþættir í parasamböndum. Í norskri rannsókn sem Moksnes, Moljord, Espnes og Byrne (2010) gerðu og tók til stúlkna og pilta á aldrinum 13–18 ára, kom fram að piltar mældust með meiri sjálfsvirðingu en stúlkur. Self-confidence) getur því verið mikilvægt enda kom fram í rannsókn Debnams og félaga (2014) meðal unglingsstúlkna 15–18 ára að sjálfsöryggi gerði þeim kleift að vera hamingjusamar með öðrum einstaklingi. Sexual and reproductive health rights) er meðal annars réttur mannsins til að njóta kynheilbrigðis og virðingar sem kynvera í öllu er varðar kynverund hans auk þess að gæta að rétti annarra og að njóta verndar gegn hvers kyns mismunun, kynferðislegri áreitni og ofbeldi (PAHO og WHO, 2000). Sem byggist á gögnum úr National Intimate Partner and Sexual Violence Survey frá 2012, leiddi í ljós að um 8,4% kvenna og 0,7% karla hafði verið nauðgað eða þau höfðu upplifað tilraun til nauðgunar þegar þau voru ungmenni. Í annarri rannsókn kom í ljós að stúlkur sem urðu fyrir nauðgun upplifðu mjög neikvæð áhrif á sjálfsvirðinguna (fannst þær skítugar), sjálfsmynd sína sem kynlífsfélaga (ekki verðugar) og eigið orðspor sem kynveru (væru lauslátar) (Perilloux, Duntley og Buss, 2012)
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.