Abstract

Árið 2008 markaði upphaf mikils samdráttarskeiðs um heim allan og Ísland var eitt af fyrstu löndunum í Evrópu sem alþjóðakreppan náði til. Áhrifa kreppunnar gætti víða í samfélaginu og þó hún hafi komi harðar niður á einkageiranum hafði hún einnig mikil áhrif í opinbera geiranum, ekki síst hjá sveitarfélögunum. Tilgangur rannsóknarinnar var að komast að því hvernig starfsfólk sveitarfélaga greindi frá starfsánægju, álagi, starfsöryggi, ánægju með stjórnun vinnustaðarins og umhyggju stjórnenda fyrir heilsu og líðan starfsfólks tveimur, þremur og fimm árum eftir efnahagshrunið. Auk þess var skoðað hvort þættir í starfsumhverfinu, auk persónubundinna þátta, geti spáð fyrir um líkur á starfsánægju. Notað var blandað rannsóknarsnið (spurningalistakannanir og rýnihópaviðtöl). Niðurstöðurnar sýndu lækkandi hlutfall þeirra sem voru ánægðir í starfi eftir því sem lengra leið frá efnahagshruninu, einkum vegna sparnaðaraðgerða stjórnenda. Starfsaðstæður versnuðu verulega að mati þátttakenda og mátti sjá birtingarmyndir þess í fækkun starfsfólks, auknu vinnuálagi, minna starfsöryggi, meiri óánægju með stjórnun og minni umhyggju stjórnenda fyrir heilsu og líðan starfsfólks, sérstaklega á vinnustöðum þar sem uppsagnir höfðu orðið. Uppsagnir á vinnustað var besta spágildið fyrir starfsánægju (OR=0,590), þannig að á vinnustöðum þar sem uppsagnir höfuð orðið var mun minni starfsánægja en á öðrum vinnustöðum. Einnig kom í ljós að aðrir þættir í starfsumhverfinu (umhyggja stjórnenda fyrir heilsu og líðan starfsmanna OR=1,349; ánægja með stjórnun vinnustaðarins OR=1,345; starfsöryggi OR=1,221 og vinnuálag OR=0,801) höfðu allir marktæk áhrif á starfsánægju. Mikilvægt er að stjórnendur hafi vakandi auga fyrir starfstengdri líðan á vinnustaðnum, sérstaklega á samdráttartímum, og þá ekki einungis meðal þeirra starfshópa sem hafa orðið verst úti heldur einnig þeirra sem að jafnaði eru taldir búa við mikið starfsöryggi, eins og starfsfólk sveitarfélaga.

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.