Abstract

Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt fram á ólíka stöðu bóknáms- og starfsnámsbrauta í framhaldsskólum hvað varðar inntak náms, félagslega virðingu, réttlæti og tækifæri til framhaldsmenntunar. Þetta hefur einnig verið umræðuefni hér á landi í næstum heila öld. Markmið greinarinnar er að skoða hvernig ólík staða bóknámsog starfsnámsbrauta, með tilliti til virðingar, áherslu og forgangs, birtist í íslensku menntakerfi. Umfjöllunin er í þremur meginköflum: (1) Hlutverk og áhrif ytri stýringar – þá er sérstaklega vísað til menntastefnu stjórnvalda, til háskólastigsins og til atvinnulífsins; (2) Umgjörð framhaldsskóla og hvað kann að hafa áhrif á val nemenda; (3) Fyrirkomulag kennslu og mismunandi afstaða kennara. Leitast er við að varpa ljósi á þessa þætti með því að skoða annars vegar námskrár, skýrslur og önnur opinber gögn sem tengjast viðfangsefninu og hins vegar gögn úr rannsókninni Starfshættir í framhaldsskólum. Niðurstöðurnar ber allar að sama brunni: Ólík staða bóknáms- og starfsnáms er bæði kerfislæg og félagsleg og rætur hennar og tilvist er víða að finna. Birtingarmyndir ólíkrar stöðu komu fram í öllum meginköflunum. Stöðumun var að finna í viðhorfum í opinberri menntastefnu, í aðsókn og aðgengi að framhaldsskólanámi, kennsluháttum í framhaldsskólum og tækifærum að námi loknu. Mikilvægt er að skoða niðurstöðurnar í samhengi við jafnrétti til náms, tilgang menntunar og það hvernig ráðandi viðhorf lita stjórnsýslu menntamála, samfélagslega afstöðu og starfshætti í skólum, jafnvel þó að opinber stefnumótun einkennist af hinu gagnstæða og yfirlýst stefna sé að efla starfsnám

Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call