Abstract

Rannsökuð var þátttaka nemenda í kennslustundum í níu íslenskum framhaldsskólum og var markmið þríþætt. Í fyrsta lagi að greina hvernig þátttaka nemenda birtist í kennslustundum. Í öðru lagi að skoða hvort kennsluaðferðirnar í þeim kennslustundum þar sem þátttaka nemenda var til staðar væru kennarastýrðar eða nemendamiðaðar. Í þriðja lagi að skoða viðmót og athafnir kennara í kennslustundum þar sem nemendur tóku þátt. Unnið var úr 130 vettvangslýsingum á kennslustundum í níu framhaldsskólum sem safnað var á skólaárinu 2013–2014 og haustið 2014 í rannsóknarverkefninu Starfshættir í framhaldsskólum. Kennslustundir voru flokkaðar eftir því hvort þær náðu viðmiðum um þátttöku. Viðmiðið var að 75% af nemendunum tækju þátt í því sem kennarinn ætlaðist til af þeim í 75% af tímanum og náðu 83 kennslustundir þessu viðmiði. Algengustu birtingarmyndir þátttöku nemenda í kennslustundum voru að þeir unnu verkefni og spurðu kennara um námsefnið og komu þessar athafnir fram í meirihluta kennslustundanna. Í um helmingi stundanna kom einnig fram að nemendur sýndu athygli (fylgdust með) og ræddu um viðfangsefnið. Niðurstöður benda til þess að þátttaka nemenda í kennslustundum tengist ekki hvaða kennsluaðferðir eru notaðar, þar sem þátttökustundirnar skiptust frekar jafnt í nemendamiðaðar og kennarastýrðar kennslustundir. Flestar birtingarmyndir þátttöku nemenda komu tiltölulega jafnt fyrir í bæði kennarastýrðum og nemendamiðuðum kennslustundum en athöfnin að sýna athygli var algengari í kennarastýrðum kennslustundum og athafnirnar að leita og nota efnivið og hjálpast að við að leysa verkefni komu oftar fram í nemendamiðuðum kennslustundum. Flestar þátttökustundanna einkenndust af því að kennari sýndi jákvætt viðmót, hafði skapað hlýlegt andrúmsloft, hafði gefið skýr fyrirmæli um vinnu nemenda eða verið hvetjandi. Þannig virðast viðmót og athafnir kennara hafa haft jákvæð áhrif á þátttöku nemenda í kennslustundunum. Niðurstöðurnar undirstrika að mikilvægt er að gefa viðmóti og athöfnum kennara sérstakan gaum í samhengi við námslega skuldbindingu nemenda.

Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.