Abstract

Meginmarkmið þessarar greinar er að fjalla um námsleiki, þ.e. kennslufræðilega leiki og frjálsan leik barna með fræðilegu yfirliti út frá kenningum Fro?bel, Dewey, Piaget og Vygotsky um frja?lsan leik og hvernig kenningar Gagne? um skilyrði fyrir námi og kenning Csikszentmihalyi um flæði tengjast kennslufræðilegum leik. Þá er Aðalnámskrá grunnskóla skoðuð út frá leiknum og skoðaður munurinn á kennslufræðilegum leik og frjálsum leik. Einnig er fjallað um þróun og tilgang námsspilsins Taktu til við að tvista. Það er námsspil sem tengir saman nám og leik og getur hentað vel til upprifjunar á námsefni og til að auka þekkingu nemenda. Spilið má nota í öllum námsgreinum og með öllum aldurshópum. Rannsóknarspurning sem þessari grein er ætlað að svara er eftirfarandi: Hvernig getur nám átt sér stað í gegnum regluleik? Markmiðið með spilinu er að ýta undir samskipti og samvinnu nemenda og að nemendur fái hreyfingu og útrás í kennslustundum. Einnig er markmiðið að auka færni nemenda í viðkomandi námsgrein og að þeir séu virkir þátttakendur í eigin námi. Niðursto?ðurnar benda til þess að þegar kennslufræðilegir leikir eru notaðir til þjálfunar og endurtekningar á ákveðnum námsþáttum má auðvelda nemendum að öðlast ákveðna færni í námsþættinum. Því má leiða líkum að því að nám eigi sér stað í gegnum leik og nemendur geti aukið við þekkingu sína og færni með þessari kennsluaðferð.

Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.