Abstract

Haustið 2014 var gerð könnun á stærðfræðikunnáttu nýnema við Kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Lagður var fyrir listi með spurningum úr hefðbundinni grunnskólastærðfræði sem áður hafði verið lagður fyrir árið 1992. Í greininni er sagt frá helstu niðurstöðum og árangur þátttakenda árið 2014 borinn saman við árangur þeirra sem þreyttu sama könnunarpróf 22 árum áður. Niðurstöður árið 1992 ollu vonbrigðum og áhyggjum rannsakenda, frammistaða þátttakenda reyndist að f lestu leyti lakari en búist var við. Árið 2014 reyndist árangurinn enn lakari en áður því meðaltal hlutfalls réttra svara fór úr 53% niður í 44%. Ýmsar nýlegar rannsóknir og skýrslur gefa einnig til kynna að stærðfræðilegan undirbúning grunnskólakennara þurfi að auka og bæta. Í þorra tilfella er formlegt stærðfræðinám grunnskólakennara lítið umfram það stærðfræðinám sem þeir búa að úr grunn- og framhaldsskóla. Staða nýnema er því verðugt athugunarefni þar sem fæstir þeirra bæta við sig miklu námi í stærðfræði í kennaranámi. Í greininni eru settar fram hugleiðingar um viðbrögð við niðurstöðum könnunarinnar.

Highlights

  • Á undanförnum árum hefur töluvert farið fyrir rannsóknum á stöðu nemenda í íslensku skólakerfi og mikill áhugi virðist á að meta skólastarf

  • Mikið hefur verið fjallað um þá þekkingu á innihaldi og kennslufræði stærðfræði sem nauðsynleg er til að sinna kennslu í stærðfræði, til dæmis komust Wilson, Floden og Ferrini-Mundy (2002), að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa rýnt í rannsóknir fjölmargra fræðimanna, að undirbúningur stærðfræðikennara væri oft ófullnægjandi, þeir hefðu vissulega oftast náð tökum á grunnatriðum en skorti oft dýpri skilning

  • An average of 44% on the test in question must be considered low, and the considerable drop from 53% in 1992 to 44% in 2014 is a cause for concern. It must be pointed out, that two decades ago teacher education was a popular choice for students

Read more

Summary

Freyja Hreinsdóttir og Friðrik Diego

► Abstract ► Um höfundana ► About the authors ► Heimildir Haustið 2014 var gerð könnun á stærðfræðikunnáttu nýnema við Kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Í greininni er sagt frá helstu niðurstöðum og árangur þátttakenda árið 2014 borinn saman við árangur þeirra sem þreyttu sama könnunarpróf 22 árum áður. Ýmsar háskóladeildir gera athuganir á stöðu nýnema og hér skal nefnt að Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands hefur um árabil lagt könnunarpróf í stærðfræði fyrir nýnema (Anna Helga Jónsdóttir, Freyja Hreinsdóttir, Guðrún Geirsdóttir, Rögnvaldur Möller og Gunnar Stefánsson, 2013). Haustið 2014 var sama könnun lögð fyrir nema við upphaf kennaranáms við Kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Í þriðja lagi var með könnuninni sóst eftir vísbendingum sem að gagni mættu koma við uppbyggingu kennaranáms, enda mikilvægt við skipulag stærðfræðinámskeiða í kennaranámi að hafa upplýsingar um forþekkingu nemenda

Kennaranám og undirbúningur fyrir stærðfræðikennslu
Nemar við upphaf háskólanáms
Dæmi Dæmi Dæmi Dæmi Dæmi Dæmi Dæmi Dæmi Dæmi Dæmi Dæmi
Rétt svör
Fleiri sjónarhorn á niðurstöður
Umræða og ályktanir
Hvaða einkunn á Jói að fá fyrir prófið?
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call