Abstract

Samvirkni er af mörgum talin vera grundvöllur farsæls umbótastarfs sem leiðir til aukins árangurs í námi nemenda. Markmið rannsóknarinnar sem hér er til umfjöllunar er að öðlast skilning og þekkingu á því hvernig samvirkni í stefnumótun í skólamálum birtist í þremur sveitarfélögum á Íslandi, með því að varpa ljósi á samskiptaform og vinnubrögð sem gætu stuðlað að eflingu og varanleika umbótastarfs. Kastljósinu var beint að áhrifum stefnumótunar sveitarfélaga á umbótastarf í skólum og hvernig vinnubrögð við stefnumótun og innleiðingu gæti mögulega ýtt undir eða hindrað varanlegar umbætur í skólastarfi að mati fræðslustjóra, skólastjórnenda og kennara.Byggt er á kenningum um menntastjórnun sem hvetja til heiltækrar nálgunar til umbóta og eflingar forystu kennara svo drifkraftur þeirra og þekking nýtist í skólaþróun. Heiltæk nálgun tekur til flestra sviða skólastarfs og stuðlar að samvirkni (e. coherence) einstaka áhrifaþátta, t.d. námskrár og kennsluhátta. Raunveruleg völd sveitarfélaga felast í samspili við stjórnendur og kennara skólanna.Gagna var aflað með viðtölum við fræðslustjóra sveitarfélaganna, skólastjóra og meðlimi þróunarteyma þriggja skóla sömu sveitarfélaga. Einnig var rýnt í skólastefnur sveitarfélaganna og skólanna og ýmsar skýrslur um skólastarfið. Gögnin voru skoðuð með tilliti til þriggja þátta: (1) hvernig skólastefnan verður til, (2) hvaða aðferðir eru notaðar við innleiðingu hennar og (3) hvernig stefnan birtist í viðhorfum kennara og í skólastarfinu.Niðurstöður benda til að meiri líkur séu á samvirkni í þróunar- og umbótastarfi þar sem unnið er eftir hugmyndafræði um faglegt lærdómssamfélag, stjórnendur veita faglega forystu, kennarar eru hafðir með í ráðum og samskipti skóla við skólaskrifstofu og fræðslustjóra byggja á trausti og fagmennsku. Þar sem miðstýring er meiri spyrna kennarar frekar við fótum og upplifa skólastefnu sem kröfur um breytingar sem jafnvel samræmist ekki hugmyndum þeirra um fagmennsku.

Highlights

  • Byggt er á kenningum um menntastjórnun sem hvetja til heiltækrar nálgunar til umbóta og ef lingar forystu kennara svo drif kraftur þeirra og þekking nýtist í skólaþróun

  • Markmið rannsóknarinnar sem hér er til umfjöllunar er að öðlast skilning og þekkingu á því hvernig samvirkni í stefnumótun í skólamálum birtist í þremur sveitarfélögum á Íslandi, með því að varpa ljósi á samskiptaform og vinnubrögð sem gætu stuðlað að ef lingu og varanleika umbótastarfs

  • Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast skilning og þekkingu á því hvernig samvirkni í stefnumótun í skólamálum birtist í þremur sveitarfélögum á Íslandi, með því að varpa ljósi á samskiptaform og vinnubrögð sem gætu stuðlað að ef lingu og varanleika umbótastarfs

Read more

Summary

Helga Sigríður Þórsdóttir og Anna Kristín Sigurðardóttir

► Abstract ► Um höfundana ► About the authors ► Heimildir Samvirkni er af mörgum talin vera grundvöllur farsæls umbótastarfs sem leiðir til aukins árangurs í námi nemenda. Kastljósinu var beint að áhrifum stefnumótunar sveitarfélaga á umbótastarf í skólum og hvernig vinnubrögð við stefnumótun og innleiðingu gæti mögulega ýtt undir eða hindrað varanlegar umbætur í skólastarfi að mati fræðslustjóra, skólastjórnenda og kennara. Niðurstöður benda til að meiri líkur séu á samvirkni í þróunar- og umbótastarfi þar sem unnið er eftir hugmyndafræði um faglegt lærdómssamfélag, stjórnendur veita faglega forystu, kennarar eru hafðir með í ráðum og samskipti skóla við skólaskrifstofu og fræðslustjóra byggja á trausti og fagmennsku. Nýjustu rannsóknir í menntamálum sýna fram á mikilvægi samvinnu lögaðila og kennara í skólamálum þar sem fagþekking kennara er nýtt á sviði skólaþróunar því breytingar þurfa að spretta upp úr þörf fyrir þær í skólunum sjálfum, bæði til þess að tryggja innleiðingu þeirra og gagnsemi (Anna Kristín Sigurðardóttir, 2019; Erla Björg Gunnarsdóttir, 2014; Hargreaves og Shirley, 2012; Hord og Roy, 2014). Þess er vænst að niðurstöður geti gefið vísbendingar um hvernig standa megi að innleiðingu nýjunga í skólastarfið og skapa vinnuumhverfi eða menningu þar sem stöðugt er leitað leiða til þess að gera námið árangursríkara fyrir nemendur

Skólaþróun og umbætur
Heiltæk nálgun og samvirkni
Stjórnun og forysta
Faglegt lærdómssamfélag kennara
Gagnaöflun og úrvinnsla
Skólastjóra Þróunarteymi
Mótun skólastefnu
Innleiðing skólastefnu
Áhrif skólastefnunnar á viðhorf kennara og skólastarf
Samantekt á helstu niðurstöðum
Hvernig verður skólastefna til?
Hvernig birtast áhrif skólastefnunnar í viðhorfum kennara og skólastarf i?
Coherence and Collaboration in School development and System Improvement
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.