Abstract

Í þessari grein fjöllum við um nýtt efni úr víðtækum rannsóknum á tekjuskiptingunni sem við höfum unnið að á síðustu árum og setjum það í samhengi við fyrri niðurstöður. Helstu nýmæli greinarinnar eru ný gögn og ítarleg sundurgreining áhrifavalda ójafnaðarþróunarinnar, fyrir og eftir hrun. Niðurstöður sýna að tekjuskiptingin varð ójafnari frá og með árinu 1995 og allt til 2007, eftir tímabil aukins jöfnuðar frá 1988 til 1993. Umfang breytinganna frá 1995 var óvenjumikið á alþjóðavísu. Aukning ójafnaðar er mest þegar allar tekjur eru meðtaldar (ráðstöfunartekjur eftir skatt) en einnig miklar þó fjármagnstekjum sé sleppt að hluta eða alveg. Atvinnutekjur urðu líka ójafnari, þótt í minna mæli væri. Skattastefnan jók umfang ójafnaðar með umtalsverðum hætti á tímabilinu fyrir hrun. Á árinu 2008 til 2010 snerist þróunin við og tekjuskiptingin varð aftur mun jafnari. Nýr samanburður á þróun ójafnaðar ráðstöfunartekna á Norðurlöndunum fimm frá 1995 til 2008 sýnir að ójöfnuður jókst umtalsvert í öllum löndunum, þó að mishratt væri og nokkrar sveiflur séu milli ára. Norrænu þjóðirnar voru með jöfnustu tekjuskiptinguna fyrir og eru áfram í hópi jafnari þjóða eftir aukninguna, enda hefur ójöfnuður aukist í fleiri OECD-ríkjum. Langmest var aukning ójafnaðar þó á Íslandi og fór hún langt fram úr aukningu ójafnaðar í hinum norrænu ríkjunum frá og með árinu 2001 og til 2007. Tilgátum þeirra, sem hafa fullyrt að tekjuskiptingin hafi lítið eða ekkert breyst, er hafnað. Engin ábyggileg gögn styðja þær.

Highlights

  • Í þessari grein fjöllum við um nýtt efni úr víðtækum rannsóknum á tekjuskiptingunni sem við höfum unnið að á síðustu árum og setjum það í samhengi við fyrri niðurstöður

  • In this paper we give an account of extensive research into the Icelandic income distribution that we have undertaken in recent years

  • Our research shows that income inequality increased greatly from 1995 to 2007, following a period of increased equality from 1988 to 1993

Read more

Summary

Fyrri niðurstöður um þróun og einkenni tekjuskiptingarinnar

Finnur Geirsson (1977) var brautryðjandi í tekjuskiptingarrannsóknum með kandidatsritgerð sinni sem unnin var á Þjóðhagsstofnun um miðjan áttunda áratuginn. Niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar voru þær, að atvinnutekjur einstaklinga (A) höfðu orðið ójafnari frá 1988 til 1995 en jafnast þá aftur að hluta. Niðurstaðan var sú, að tekjuskiptingin væri næst jöfnust á Íslandi af þessum 94 löndum sem gögn voru um hjá Alþjóðabankanum. Líklegt er að tekjuskiptingin á Íslandi hafi ekki verið mjög frábrugðin því sem var á hinum norrænu löndunum á þessum tíma. Í verkum okkar frá og með árinu 2006 hafa komið fram gögn sem sýndu mikla aukningu ójafnaðar ráðstöfunartekna alveg frá 1995 til 2007. Við munum einnig prófa sannleiksgildi níu fullyrðinga um þróun tekjuskiptingarinnar á Íslandi eftir 1995 sem fram komu í þjóðmálaumræðunni á síðustu árum, en þær ganga sumar þvert á niðurstöður þeirra fyrri rannsókna sem hér hefur verið greint frá. En snúum okkur þá að ítarlegri greiningu á þróun tekjuskiptingarinnar og sundurliðun einstakra þátta og áhrifavalda

Þróun tekjuójafnaðar – heildarmyndin
II III IV V VI VII VIII IX X
Hvað breytti tekjuskiptingunni?
Áhrif fjármagnstekna á tekjudreifinguna
Áhrif skattastefnunnar á tekjudreifinguna
Findings
Niðurstöður og umræða
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call