Abstract

Yfrfærsla á þjónustu frá ríki til sveitarfélaga sem hefur átt sér stað síðastliðinn 15 ár hefur stuðlað að þróun og nýsköpun hjá sveitarfélögunum. Því er gagnlegt að líta til reynslu þeirra og draga fram lærdóm um slíkar breytingar. Þessi grein byggir meðal annars á niðurstöðum tilviksrannsóknar um stjórnun Akureyrarbæjar við yfirfærslu þjónustu frá ríki til sveitarfélaga. Hófust breytingarnar með lögum frá 1994 og gengu undir heitinu Akureyrarlíkanið. Tekin voru sex viðtöl við stjórnendur bæjarins og reynsla þeirra af yfirfærslunni sem og aðferðir við stjórnun skoðuð. Fram kom að árangur þeirra byggðist meðal annars á þverfaglegu samstarfi, heildstæðum lausnum og þjónustu sem byggist fyrst og fremst á þörfum íbúa. Skipulag sveitarfélaga hentaði vel til þess að ná þessum árangri. Fram kemur að við stjórnun þeirra er heppilegt að líta í ríkari mæli til valdeflingar, lærdóms og möguleika til aukinnar skilvirkni með kerfishugsun.

Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call