Abstract
Greinin fjallar um niðurstöður tilviksrannsóknar þar sem leitast var við að greina hvaða þættir styðja og hverjir hamla námsframvindu nemenda í meistaranámi við Háskólann á Akureyri. Tekin voru viðtöl við þrettán útskrifaða meistaranemendur af öllum fræðasviðum sem lokið höfðu námi á tímabilinu 2010 til 2016. Meginniðurstöðurnar eru þær að reglubundnar staðlotur í náminu opnuðu nemendum tækifæri til náms sem ekki hefðu gefist annars. Búsetutengdir þættir hömluðu aðeins að litlu leyti framvindu námsins þó að margir nemendur ættu um langan veg að fara í staðlotur. Konur gátu þess fremur en karlar að þær hefðu þurft að gera sérstakar ráðstafanir vegna fjarveru frá fjölskyldu meðan loturnar stóðu yfir. Nemendur töldu verkefnavinnu og hópavinnu styðja betur námsframvindu sína en fyrirlestra og próf. Einnig kom fram í máli nokkurra viðmælenda að kvenkyns kennarar legðu meiri áherslu á skipuleg vinnubrögð í kennslu og áætlunum en karlkennarar. Í máli allra viðmælenda mátti greina að tengslanetið sem þeir byggðu upp á námstímanum hefði haft jákvæð áhrif á námsframvinduna. Rannsóknin varpar ljósi á mikilvæga þætti tengda umgjörð, skipulagi og stoðþjónustu í háskólanámi sem gagnast geta við þróun einstakra námsleiða, sem og almennt í gæðastarfi háskólastofnana.
Highlights
The aim of the reported research was to identify factors which either help or hinder the academic progress of students at the University of Akureyri, which was chosen because the authors hold academic positions at this particular establishment and anticipate that the results of the research could constitute a useful contribution to quality improvement work at UNAK and other universities
Í dag er framboð náms á háskólastigi með þeim hætti að þeir sem hyggjast fara í háskólanám innanlands geta valið milli sjö stofnana, en þar af eru fjórir skólar utan höfuðborgarsvæðisins (Anna Ólafsdóttir og Jón Torfi Jónasson, 2017)
Í upphafi var orðið fjarnám nánast eingöngu notað til að lýsa skipulagi námsins en eftir því sem námsskipulagið hefur þróast hafa fleiri hugtök bæst við, svo sem dreifnám og blandað nám
Summary
Í upphafi var orðið fjarnám nánast eingöngu notað til að lýsa skipulagi námsins en eftir því sem námsskipulagið hefur þróast hafa fleiri hugtök bæst við, svo sem dreifnám og blandað nám. Hugtakið lotunám hefur einnig verið notað til að lýsa skipulagi náms með fjarnámssniði sem byggist að hluta til á því að nemendur mæti reglulega í skólahúsnæðið í staðlotur en stundi námið milli lota meðal annars í formi verkefnavinnu, hópavinnu og umræðna sem fram fara á netinu. Í því sambandi má spyrja hversu vel nemendur eru í stakk búnir til að takast á hendur háskólanám með tilliti til fjölskylduaðstæðna, vinnu og fjárhags og hversu vel háskólar geta mætt þörfum þess stóra og fjölbreytta hóps sem leggur stund á háskólanám og tryggt um leið gæði náms og kennslu (Anna Ólafsdóttir og Jón Torfi Jónasson, 2017). Markmið rannsóknarinnar sem greinin fjallar um var að greina það hvaða þættir nemendur í meistaranámi við Háskólann á Akureyri telja að styðji og hverjir hamli námsframvindu þeirra.
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.