Abstract

Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig nám í tvískiptu kerfi löggiltra iðngreina fer fram á Íslandi, nánar tiltekið hvort samfella sé í skipulagi námsins og samhengi milli námsins í skóla og á vinnustað. Tekin voru viðtöl við sveina, kennara og meistara (átta í hverjum hóp) í fjórum iðngreinum. Niðurstöður benda til þess að tvískipta kerfið sé að miklu leyti rekið eins og tvö samhliða námskerfi og ekki sé nægilega hugað að því að námið myndi samfellda heild. Samskipti eru óformleg og ábyrgð á samræmingu virðist hvergi vera skilgreind. Einnig sýndu niðurstöður að styrkleikar námsins í skólanum eru veikleikar námsins á vinnustað og öfugt, og því getur verið erfitt að tryggja gæði námsins í heild. Tvískipta kerfið í löggiltum iðngreinum ætti að geta boðið upp á góða heildstæða þjálfun en víða þarf að lagfæra fyrirkomulag til að tryggja gæði og samfellu náms. Rannsóknarverkefnið var styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu í gegnum verkefnið Nám er vinnandi vegur og af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands.

Highlights

  • The results showed that the dual system in certified trades in Iceland is organized in the form of parallel courses rather than being integrated in a single educational track

  • Það krefst meðal annars samfelldra og stöðugra samskipta milli kennara og þeirra sem hafa tilsjón með námi á vinnustað

  • Í umfjöllun um niðurstöður verður sjónum beint að þeim þáttum sem virðast vera sameiginlegir greinunum fjórum og þannig óháðir tiltekinni tilhögun tvískipta kerfisins

Read more

Summary

Mikilvægi vinnustaðanáms

Almennt virðist vera samkomulag um mikilvægi vinnustaðanáms í starfsmenntun milli þeirra sem rannsaka og fjalla um starfsmenntun og stjórnvalda (Billett, 2009; Forsætisráðuneytið, 2012; INAP Commission ′Architecture Apprenticeship′, 2013; Jón Torfi Jónasson, 1998; Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2014; Nielsen og Kvale, 2006; OECD, 2009; Schaap o.fl., 2012; Tynjälä, 2008). Þannig eru verkefni þar byggð upp í kennslufræðilegum tilgangi en á vinnustaðnum virðist sem frumkvæði nemenda og kjarkur til að spyrja og leita uppi námstækifæri skipti sköpum um það hvort nám eigi sér stað því að áherslan þar er á vinnuna, tiltekna færni, framleiðni, þjónustu við viðskiptavini, árangur lausnaraðferða og afköst (Eraut, 2004; Schaap o.fl., 2012; Tynjälä, 2008). Einnig virðist afrakstur námsins vera ólíkur, þar sem nemendur í vinnustaðanámi sýna gjarnan góða færni í að leysa verkefni í faginu en geta illa útskýrt hvað þeir eru að gera og af hverju, en nemar í skóla eiga auðvelt með útskýringar en hafa ekki sömu getu til að leysa verkefni í faginu (Lindberg, 2003; Schaap o.fl., 2012). Það krefst meðal annars samfelldra og stöðugra samskipta milli kennara og þeirra sem hafa tilsjón með námi á vinnustað

Nám í tvískiptu kerfi löggiltra iðngreina á Íslandi
Val á löggiltum iðngreinum
Greining gagna
Siðferðilegir þættir
Einar Elín Rósa Rúnar Tómas Viðar Vignir
Skipulag náms í tvískiptu kerfi
Tengsl á milli náms í skóla og á vinnustað
Markmið og áskoranir náms í skóla og á vinnustað
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call