Abstract

Í þessari rannsókn er leitast við að varpa ljósi á hugmyndir framhaldsskólanemenda um kjöraðstæður til náms samanborið við þær aðstæður sem þeir búa við og möguleika þeirra til að hafa áhrif þar á. Áhrif nemenda á eigið námsumhverfi tengjast hugmyndum um nemendamiðað nám og þeim er meðal annars ætlað að efla skuldbindingu nemenda gagnvart skólastarfinu. Gögnum var safnað í níu framhaldsskólum með viðtölum, vettvangsathugunum í skólastofum og ljósmyndum. Tekin voru hópviðtöl við nemendur og þeir beðnir að forgangsraða myndum af ýmsum aðstæðum í skóla með hliðsjón af því hvernig þær hentuðu við nám að þeirra mati. Niðurstöður úr þeirri umræðu voru bornar saman við aðstæður eins og þær birtust rannsakendum í skólastofunni. Helstu niðurstöður benda til þess að algengast sé að í kennslustundum sitji nemendur við einstaklingsborð í röðum þar sem allir snúa andliti í sömu átt, vel þekktar aðstæður í íslensku skólaumhverfi. Nemendum fannst aftur á móti best að læra í umhverfi þar sem þeir hefðu einhvers konar svigrúm, til dæmis val um það hvort þeir ynnu sjálfstætt eða með öðrum. Þeir kusu síður námsumhverfi sem var í föstum skorðum og gerði ráð fyrir einhæfum námsaðferðum, eins og algengast var í þátttökuskólunum. Það er von höfunda að niðurstöðurnar megi hafa til hliðsjónar við að hanna og bæta námsumhverfi nemenda með aukinni áherslu á lýðræðislega þátttöku þeirra og möguleika til að hafa áhrif á aðstæður sínar. Vísbendingar eru úr öðrum rannsóknum um að slíkt geti eflt skuldbindingu þeirra gagnvart náminu og þar með hugsanlega dregið úr brotthvarfi.

Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call