Abstract

Meginreglan um munnlega málsmeðferð er ein af grundvallarreglum réttarfars. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í dómum sínum fjallað um munnlega málsmeðferð og hvað felist í réttlátri málsmeðferð. Ákvæði um munnlega málsmeðferð fyrir æðra dómi eiga sér nokkra sögu hér á landi og voru fyrst lögfest með lögum um Hæstarétt nr. 22/1919 þegar æðsta dómsvald fluttist til landsins með Sambandslögunum. Þann 6. desember 2007 kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóm í máli Súsönnu Rósar Westlund gegn Íslandi þar sem íslenska ríkið var talið hafa gerst brotlegt við 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð þar sem kæranda hafði verið meinað að flytja mál sitt munnlega fyrir Hæstarétti. Við dómnum var brugðist með lögum nr. 18/2019 sem fólu í sér breytingu á lögum um meðferð einkamála nr. 91/1991. Hér verður fjallað um íslenska löggjöf um munnlega málsmeðferð fyrir æðra dómi í einkamálum og túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu á því hvað felist í réttlátri málsmeðferð og hvort brugðist hafi verið með fullnægjandi hætti við dómi dómstólsins í máli Súsönnu Rósar Westlund. The principle of oral hearings is one of the fundamental principles of justice. The European Court of Human Rights has addressed oral hearings in its judgments regarding what constitutes a fair trial. Provisions on oral proceedings before higher courts in Iceland were first established by Act no. 22/1919 when the highest judicial authority was transferred to the country with the Union Act. On December 6, 2007, the European Court of Human Rights ruled in the case of Susanna Rós Westlund v Iceland that the Icelandic state was found to have violated Article 6(1) of the European Convention on Human Rights regarding fair trial proceedings, as the applicant had been denied the opportunity to present her case orally before the Supreme Court. In response to the judgment, Act no. 18/2019 was adopted, which included amendments to the Icelandic Law on Civil Procedural no. 91/1991. This article discusses the Icelandic legislation on oral proceedings before higher courts in private law cases and the interpretation of the European Court of Human Rights regarding what constitutes fair proceedings, as well as whether Iceland has responded adequately to the ruling in Susanna Rós Westlund v Iceland.

Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call