Abstract

Fyrstu tvö árin í starfi hafa mikilvæg áhrif á fagmennsku kennara. Í greininni er sjónum beint að mótun starfskenningar nýrra framhaldsskólakennara til að skilja betur hvaða þættir ráða þar för. Rannsóknin er byggð á eigindlegum gögnum.1 Í ársbyrjun 2016 voru tekin viðtöl við átta nýliða í framhaldsskólum. Niðurstöður benda til þess að nýir kennarar átti sig á því að starfskenning þeirra er í stöðugri þróun. Nokkrir þættir virðast vega þyngra en aðrir í því ferli. Þar má nefna samskipti við nemendur, áhrif leiðsagnar og skólamenningu viðkomandi skóla. Leiðsögn fyrir nýliða er víða ómarkviss og skólamenning framhaldsskólanna veitir ekki nægan stuðning. Engu að síður virðast nýliðar þróa með sér seiglu sem er mikilvægur þáttur í starfskenningu.

Highlights

  • Ragnhildur bendir enn fremur á að starfskenning geti vísað til þess hvernig kennarar hugsa um starf sitt, þeirrar þekkingar sem þeir búa yfir og þess hvernig hugmyndir þeirra þróast í starfi

  • Því má segja í stuttu máli að starfskenning sé hugmyndir kennara um starf sitt byggðar á fagþekkingu og lífsgildum en í stöðugri mótun með aukinni reynslu og starfsþroska

  • Skólasamfélagið verði að veita stuðning og rækta menningu þar sem samstarf og teymisvinna er til staðar (Flores og Day, 2006; Hargreaves og Fullan, 2012; McLaughlin og Talbert, 2007; Ulvik o.fl., 2009)

Read more

Summary

FRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR

Í upphafi er rætt um hugtakið starfskenningu og hvernig hún mótast. Því næst er greint frá rannsóknum á mikilvægi leiðsagnar í upphafi kennsluferils og þeim áhrifum sem sú leiðsögn hefur á starfshætti nýliða. Erfitt getur verið að skilja til fulls þá þætti sem starfskenning kennara byggist á og það kann að vera óljóst hvar mörkin milli starfskenningar og sjálfsins liggja, og hvaða hlutverki tilfinningar, ígrundun, sögur og samræður gegna við mótun starfskenningar. Ragnhildur bendir enn fremur á að starfskenning geti vísað til þess hvernig kennarar hugsa um starf sitt, þeirrar þekkingar sem þeir búa yfir og þess hvernig hugmyndir þeirra þróast í starfi. Í ljós kom að flestir kennaranemar litu á sig sem kennara strax í upphafi námsins, ekki síst vegna reynslu sinnar af því að vera nemendur. Því má segja í stuttu máli að starfskenning sé hugmyndir kennara um starf sitt byggðar á fagþekkingu og lífsgildum en í stöðugri mótun með aukinni reynslu og starfsþroska. Það er því mikils virði fyrir þá sem koma að kennaramenntun og að leiðsögn nýrra kennara að vita hvaða þættir það eru sem helst ráða för þegar kemur að mótun starfskenningar

Mótun starfskenningar
Leiðsögn nýrra kennara
AÐFERÐ OG ÞÁTTTAKENDUR
Þröstur Áfangaskóli
Samskipti við nemendur
Mikilvægir áhrifaþættir í mótun starfskenningar
Leiðsögn sem þáttur í mótun starfskenningar
LOKAORÐ OG ÁLYKTANIR
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call