Abstract

Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun íslenskra ungmenna af mótun eigin náms- og starfsferils í hnattvæddum heimi í því skyni að öðlast innsýn í starfstengda sjálfsmynd þeirra. Frásagnarnálgun McAdams (2015) var beitt þegar tekin voru viðtöl við sex 22 ára ungmenni. Niðurstöður sýna að marg- og síbreytileiki vinnumarkaðar, minna starfsöryggi og hverfult efnahagsástand veldur þátttakendum óvissu og óöryggi sem flækir starfsferilsþróun þeirra. Heimssýn þeirra er hnattræn en staðbundin menning er þó ríkjandi í starfstengdri sjálfssögu þeirra. Sagan byggist á hefðbundnum gildum fjölskyldu og nærsamfélags sem birtast í frásögnum af eigin vinnusemi, stundvísi, samskiptahæfni og mikilvægi tengslanets. Niðurstöðunum er ætlað að auka skilning á starfstengdri sjálfsmynd ungs fólks og áskorunum við mótun náms- og starfsferils í hnattvæddum heimi.

Highlights

  • Four 22 year old women and two men were interviewed

  • Þrjár meginástæður eru fyrir því að ákveðið var að styðjast við kenningu McAdams (2015) í þessari rannsókn

  • Í þriðja lagi, þar sem ómarkvisst námsval, brotthvarf úr námi og skortur á skuldbindingu einkennir íslensk ungmenni (Kristjana Stella Blöndal og Bjarney Sif Ægisdóttir, 2013) var leitað svara við því hvaða áskoranir við mótun náms- og starfsferils þau teldu sig upplifa

Read more

Summary

Starfstengd sjálfsmynd í hnattvæddum heimi

Í kjölfar hnattvæðingar hefur nýtt æviskeið verið skilgreint (Arnett, 2000). Aldurinn sem um ræðir er frá því um átján ára fram á miðjan þrítugsaldur og talað er um ungmenni (e. emerging adults/adulthood). Life stories) má öðlast skilning á því hvernig einstaklingur mótar sjálfsmynd sína smám saman samhliða því að takast á við ýmis félagsleg hlutverk á lífsleiðinni (McAdams og Pals, 2006; Porfeli, o.fl., 2013; Savickas, 2011b). Innihald starfstengdrar sjálfsmyndar ungmenna hefur lítið verið skoðað (Porfeli o.fl., 2013) og því engin ein aðferð sem mælt hefur verið með af mörgum aðferðum þar sem frásagnir eru notaðar. Þrjár meginástæður eru fyrir því að ákveðið var að styðjast við kenningu McAdams (2015) í þessari rannsókn. Í fyrsta lagi hefur verið bent á (Rottinghaus og Miller, 2013) að líkan hans samtvinni þá persónubundnu þætti (t.d. áhuga, gildi og hæfni) sem eru taldir hafa áhrif á starfstengda hegðun samkvæmt helstu starfsþróunarkenningum. Í þriðja lagi má gera ráð fyrir að margreyndar aðferðir í rannsóknum á sjálfssögum almennt (McAdams, 1993, 2015) geti nýst til að rýna í starfstengdar frásagnir

Viðfangsefni rannsóknarinnar
Gagnaöflun og greining
Starfstengd sjálfssaga
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call