Abstract

Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt. Annars vegar að draga fram þá þætti sem einkenna lærdómssamfélag í íslenskum grunnskólum og hins vegar að þróa mælitæki sem gefur upplýsingar um stöðu lærdómssamfélags innan hvers skóla. Tilgangur slíks mælitækis er að fá yfirlit um stöðuna í hverjum skóla og gögn um helstu styrkleika og áskoranir sem þróun lærdómssamfélags innan skólans stendur frammi fyrir. Slíkar niðurstöður má nota af starfsfólki skólans til að rýna í eigið starf en einnig til að sníða ráðgjöf og leiðsögn að þörfum á hverjum stað eða ákveða hvert megi beina starfsþróun starfsfólks skólans. Mælitækið er spurningalisti með staðhæfingum sem mótaður var á grunni annarra spurningalista sem höfðu verið notaðir hér á landi og hann þróaður áfram. Forprófun fór fram meðal kennara og stjórnenda í 13 skólum og eftir gagngera endurskoðun var listinn lagður fyrir í 14 skólum til viðbótar.Niðurstöður leiddu í ljós sex vel afmarkaða þætti sem eru að mestu leyti í samræmi við fyrri rannsóknir á einkennum lærdómssamfélags í skólum. Þættirnir eru (I) sameiginleg sýn og gildi, (II) gagnrýnin ígrundun eigin kennslu, (III) faglegur stuðningur við þróun kennsluhátta, (IV) dreifð og styðjandi forysta, (V) félagslegt andrúmsloft styður samstarf og (VI) starfsánægja. Næstu skref eru að staðfesta (e. validate) listann með hliðsjón af þátttöku fleiri skóla og eigindlegum viðtölum um sýn þátttakenda á hvort niðurstöður þeirra skóla rími við upplifun þeirra og reynslu af starfinu í skólanum

Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call