Abstract

Kynjamunur á lesskilningi, þar sem stúlkur standa sig betur en drengir, er nokkuð þekktur víða um heim. Einnig er vitað að virk þátttaka stúlkna í skólastarfi er meiri en drengja en tengsl virkrar þátttöku í skólastarfi og lesskilnings eru hins vegar minna þekkt. Aukin þekking á þessu sviði getur átt þátt í að bæta lesskilning ungmenna auk þess að draga úr þeim kynjamun sem fram kemur á lesskilningi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna (1) hvort kynjamunur kæmi fram á lesskilningi og virkri þátttöku í skólastarfi, (2) að hve miklu leyti kynjamunur á virkri þátttöku í skólastarfi geti skýrt kynjamun á lesskilningi (miðlunartilgáta) og (3) hvort virk þátttaka í skólastarfi skipti jafn miklu máli fyrir drengi og stúlkur þegar kemur að árangri í lesskilningi (tilgáta um mismunandi áhrif). Rannsóknin er byggð á gögnum úr langtímarannsókninni Þróun sjálfstjórnunar og farsæll þroski ungmenna á Íslandi. Alls tók 561 nemandi þátt. Mæling á virkri þátttöku í skólastarfi fór fram við upphaf 9. bekkjar og notaðar voru niðurstöður sömu nemenda úr lesskilningshluta samræmdra prófa í íslensku við upphaf 10. bekkjar. Formgerðargreining var notuð til að prófa tilgátur rannsóknarinnar. Drengir komu verr út úr lesskilningsprófum og sýndu minni virka þátttöku í skólastarfi en stúlkur. Virk þátttaka miðlaði að fullu áhrifum kyns á lesskilning og ekki fannst greinanlegur munur á forspá virkrar þátttöku í skólastarfi um lesskilning eftir kyni. Því er hugsanlegt að kynjamuninn á lesskilningi hafi mátt rekja til skorts á virkri þátttöku drengja í skólastarfi og að aukinn stuðningur við virka þátttöku í skólastarfi sé líklegur til að skila sér í auknum lesskilningi hjá báðum kynjum.

Highlights

  • Tilfinningaleg virkni í skólastarfi (0 = Mjög sammála til 3 = Mjög ósammála) 1

  • Það er þó ekki aðeins slakur árangur íslenskra nemenda í lesskilningi sem veldur áhyggjum, heldur einnig sá skýri kynjamunur sem fram kemur, þar sem drengir standa mun verr að vígi en stúlkur

  • Þekking á tengslum virkrar þátttöku nemenda í skólastarfi við árangur í lesskilningi ætti þannig að geta veitt upplýsingar um það hvort stuðningur við virka þátttöku sé líklegur til að skila sér í bættum lesskilningi nemenda

Read more

Summary

MÁ REKJA MUN Á LESSKILNINGI KYNJANNA TIL MISMIKILLAR ÞÁTTTÖKU Í SKÓLASTARFI?

Kynjamunur á lesskilningi, þar sem stúlkur standa sig betur en drengir, er nokkuð þekktur víða um heim. Niðurstöður PISA sýndu að árið 2015 töldust 22% íslenskra nemenda við lok grunnskóla ekki búa yfir þeirri lágmarksfærni í lestri sem talin er nauðsynleg til að geta lesið sér til gagns og tekið virkan þátt í samfélaginu (Menntamálastofnun, 2017). Það er þó ekki aðeins slakur árangur íslenskra nemenda í lesskilningi sem veldur áhyggjum, heldur einnig sá skýri kynjamunur sem fram kemur, þar sem drengir standa mun verr að vígi en stúlkur Þekking á tengslum virkrar þátttöku nemenda í skólastarfi við árangur í lesskilningi ætti þannig að geta veitt upplýsingar um það hvort stuðningur við virka þátttöku sé líklegur til að skila sér í bættum lesskilningi nemenda. Þannig mætti sjá hvort aukinn stuðningur við virka þátttöku nemenda í skólastarfi væri líklegur til að gagnast báðum kynjum jafnt

Lestur og viðbrögð við lestrarerfiðleikum
Virk þátttaka í skólastarfi og fræðilíkan um þróun náms og námsárangurs
Kynjamunur á lesskilningi og virkri þátttöku í skólastarfi
Samantekt og markmið rannsóknarinnar
Tölfræðileg úrvinnsla
Vitsmunaleg virkni
Stuðningur við virka þátttöku í skólastarfi
Findings
Annmarkar og næstu skref

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.